Jón á Bægisá - 01.12.2005, Síða 63

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Síða 63
Þýðingar skólapilta á nítjándu öld verið að spyrja um næturgalann? Hann þekki ég vel; hann syngur svo óvenju fagurt; móðir mín er veik, og mjer er leyft, að færa henni matarleyfar á kveldin; hún býr niður við sjóinn. Þegar jeg fer aptur, og hvíli mig í skóginum, þegar jeg er orðin þreytt; þá heyri jeg næturgalann syngja. Þegar hann syngur, liggur mjer við að fara að gráta, því að það er eins og hún móðir mín kyssi mig.“ „Eldamær litla!“ sagði hirðstjórinn, „jeg skal útvega þjer fasta þjónustu í eldhúsinu, og þú skalt fá að sjá keisarann borða, ef þú vísar oss veg til næturgalans, því að hann á að koma til hirðarinnar í kveld.“ Nú fóru þau öll út í skóginn, þar sem næturgalinn var vanur að syngja; helmingur hirðarinnar var í förinni. Nú fór kýr að öskra. „Þetta er næturgalinn," sögðu hirðmennirnir; „það er merkilegt, hvílíkur kraftur er í svo litlu dýri; en það er eins og jeg hefði heyrt til hans áður.“ „Nei, þetta eru kýrnar“, sagði eldamærin litla; „vjer eigum enn langa leið.“ Nú heyrðist í froskunum í tjörninni. „Þetta er inndælt,“ sagði hallarpresturinn; „nú heyri jeg til hans; hljóðið er eins og í dálitlum kirkjuklukkum.“ „Nei, þetta eru froskarnir," sagði eldamærin litla. „En nú býst jeg við, að vjer heyrum bráðum til hans.“ Nú fór næturgalinn að syngja. „Þetta er næturgalinn," sagði litla stúlkan; „hlustið þið á, og þarna situr hann;“ um leið benti hún á dálítinn fugl, sem sat uppi á greinunum; hann var grár að lit. „Er þetta næturgalinn?“ sagði hirðstjórinn; „jeg hef aldrei ímyndað mjer, að hann væri svona; hann hefur sjálfsagt misst fagra litinn sinn af því að sjá svona marga höfðingja kringum sig.“ „Næturgali litli,“ sagði eldamærin, „keisarann langar mikið til þess, að þú syngir fyrir sig.“ „Það skal jeg glaður gera“, sagði næturgalinn; nú söng hann, svo að það var mesta yndi, að hlusta á hann. „Þetta er eins og gleðibjöllur,“ sagði hirðstjórinn; „lítið þið á, hve litli barkinn reynir á sig; það er merkilegt, að vjer skulum aldrei hafa heyrt til hans áður; hann kemst sjálfsagt til mikilla metorða við hirðina.” „A jeg að syngja meira fyrir keisarann,“ sagði næturgalinn, því að hann hjelt, að keisarinn væri með í förinni. „Litli næturgali minn“, sagði hirðstjórinn, „það er mjer sönn ánægja, að jeg á að bjóða yður til hirðveislu í kveld; keisarinn verður alveg hrifinn af fagra söngnum yðar.“ ýfld/l, d . 93aiý/díá - Til i>ess þarf skrokk! 6i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.