Jón á Bægisá - 01.12.2005, Qupperneq 64

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Qupperneq 64
H. C. Andersen „Hann er nú fegurstur úti í skóginum,“ sagði næturgalinn; þó fór hann með hirðinni, því að hann heyrði sagt, að keisarinn vildi það. AJlt var nú svo fágað í höllinni; þar loguðu Ijós á mörg þúsund gulllömpum, og skein á veggina og gólfið, því að allt var úr postulíni, á göngunum var raðað inndælu blómunum smáu, sem bjöllurnar voru hengdar við; þar var allra mesti ys og þys, og alltaf hringdu bjöllurnar. I miðjum stóra salnum, sem keisarinn sat í, var settur gullstólpi. Öll hirðin var inni, og eldamærin litla fjekk að vera bak við hurðina, því að nú var hún orðin föst eldamær. Allir litu á litla fuglinn gráa, því að keisarinn ljet í ljósi ánægju sína við hann. Nú söng næturgalinn litli; hann söng svo inndælt, að keisaranum vöknaði um augun, og að lyktum runnu tárin niður eptir kinnum hans; þá söng næturgalinn enn fegurra; það gekk til hjarta hvers manns. Keisarinn var svo glaður, og hann sagði, að næturgalinn skyldi bera gullskóinn sinn um hálsinn, en næturgalinn þakkaði honum fyrir; hann sagði, að sjer væri nógu launað. „Jeg hef sjeð tár í augum keisarans; það er það, sem jeg hef mestar mætur á; tár keisara hafa mikil áhrif. Guð veit, að það eru nóg laun fyrir mig.“ Og svo fór hann aptur að syngja með blíðu, fögru röddinni sinni. „Þetta er hin inndælasta ástleitni, sem jeg þekki," sögðu meyjarnar allt í kring. Þegar einhver yrti á þær, höfðu þær vatn uppi í sjer, og fóru að kvaka; þær þóttust þá vera næturgalar. Þjónarnir og herbergismeyjarnar ljetu einnig skila því inn í salinn, að þau væru ánægð. Það var ekki svo lítið varið í það, því að vandasamast af öllu er, að geta gjört þeim til hæfis. Næturgalinn hlaut þannig hvarvetna mesta lof. Nú átti hann að vera kyrr við hirðina, og eiga fuglabúr sjer, hann mátti tvisvar sinnum fara út á daginn og einu sinni á næturnar. Hann fjekk tólf þjóna. Sem allir höfðu silkitaug um fótinn á honum, til þess að halda honum kyrrum. Það var ekkert skemmtilegt fyrir næturgalann litla. Allir í borginni töluðu um þennan merkilega fugl; ef tveir menn mættust, sagði annar ávallt; „Nætur-“, og hinn sagði: „gali“; svo stundu þeir, og skildu hvor annan. Ellefu matmangarabörn voru látin heita eptir næturgalanum, en ekkert þeirra fjekk nokkra rödd. Einu sinni kom stór bréfstrangi til keisarans. Utan á hann var skrifað: „Næturgali.“ „Þar kemur enn ný bók um fræga næturgalann okkar,“ sagði keisarinn, en það var engin bók, heldur dálítil askja, og innan í henni var næturgali, búinn til með mestu íþrótt, hann átti að vera eins og lifandi næturgalinn, en var alsettur demöntum, rúbínum og safírum; þegar vjelunum í fugli þessum var komið af stað, gat hann sungið eitt lag; þá gekk stjelið upp og 62 á .93/'/yd}á, — Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.