Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 65

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 65
Þýðingar skólapilta á nítjándu öld niður, og ljómaði allt af gulli og silfri. Um hálsinn hjekk band, og á því stóð skrifað: „Næturgali Japanskeisara er lítilvægur mót næturgala Kínlandskeisara. “ „Þetta er inndælt,“ sögðu allir, og sá, sem kom með fuglinn, fjekk tignarnafnið: „yfir-keisaralegur-næturgala-flutningsmaður. “ „Nú er bezt, að láta þá syngja saman; það verður inndæll tvísöngur.“ Svo sungu þeir saman, en það gekk ekki vel, því að næturgalinn söng eptir sínu höfði, en vjelfuglinn söng eins og smiðurinn hafði búið hann til. - „Þetta er ekki vjelfuglinum að kenna,“ sagði söngmeistarinn, „honum skjátlar aldrei í hljóðfallinu; hann syngur alveg eptir mínu höfði.“ Nú var vjelfuglinn látinn syngja einn. Öllum þótti eins mikið koma til hans og eiginlega næturgalans, og þar að auki var hann miklu fegurri á að líta, því að af honum ljómaði eins og armböndum eða brjóstnálinni. Þrjátygi og þrem sinnum söng hann sama lagið, og þó varð hann aldrei þreyttur. Nú vildi keisarinn einnig láta eiginlega næturgalann syngja dálítið; en hvað var orðið af honum? - Enginn hafði tekið epdr því, að hann hafði flogið út um opna gluggann, og nú var hann kominn út í græna skóginn sinn. „Hvernig stendur á þessu?“ sagði keisarinn og allir hirðmennirnir fóru að atyrða næturgalann og sögðu, að hann væri harla vanþakklátur fugl. „Betri fuglinn er þá eptir“ sögðu þeir, og nú var vjelfuglinn látinn syngja aptur, og það var 34 sinni að hann söng sama lagið en hirðmennirnir kunnu það ekki alfeg ennþá, því það var vandlært. Söngmeistarinn lofaði mjög vjelfuglinn og sagði að hann væri betri en eiginlegi næturgalinn, ekki að eins að því leyti, að hann væri fegurri og búinn mörgum demöntum heldur og að innan. „Þjer sjáið það á því herrar mínir, —, ég sný einkum máli mínu til keisarans - að það er ómögulegt að vita hvað muni koma hjá eiginlega næturgalanum, en hjá þessum næturgala er allt fast ákveðið. Svo er einnig hægt að gera hjer það allt skiljanlegt, ekki þarf annað, en að taka hann í sundur, þá sjezt hugvit mannanna, þá má sjá hvernig ásarnir liggja og hvernig öllu þessu er farið." „Þetta er að öllu leyti mín skoðun,“ sögðu allir, og söngmeistaranum var leyft að sýna borglýðnum fuglinn næsta rúman dag; keisarinn vildi að einnig lýðurinn fengi að heyra hann syngja og svo var hann látinn syngja; allir urðu glaðir og ánægðir, rjett eins og þeir hefðu drukkið sig góðglaða í tevatni upp á hákínversku. „Ó“ sögðu þeir allir og rjettu upp vísifmgurinn; en fátæku fiskimennirnir, sem höfðu heyrt eiginlega næturgalann syngja, sögðu: „Þetta er vel sungið og söngurinn er líkur söng eiginlega næturgalans, en eitthvað vantar; jeg veit ekki hvað það er.“ á .— Til þess þarf skrokk! 63

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.