Jón á Bægisá - 01.12.2005, Qupperneq 74

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Qupperneq 74
H. C. Andersen „Nú kemur gamli Kínverjinn!“ skrækti smalastúlkan, og síðan lét hún fallast á postulínshnén sín, svo sorgmædd var hún. „Ég er með hugmynd!“ sagði sótarinn. ,Ættum við ekki að skríða niðrí stóru ilmjurtakrúsina sem stendur í króknum. Þar gætum við legið á rósum og lofnarblómum og kastað salti í augun á honum þegar hann kemur.“ „Það nægir ekki!“ sagði hún. „Aukþess veit ég að gamli Kínverjinn og ilmjurtakrúsin hafa verið trúlofuð, og það verður ævinlega svolítil góðvild eftir, þegar einhver hefur verið í svoleiðis tengslum. Nei, ekki er um annað að ræða en halda útí heim!“ „Hefurðu virkilega kjark til að fara með mér útí heim?“ spurði sótarinn. „Hefurðu hugsað útí hvað hann er stór og að við eigum aldrei framar eftir að koma til baka?“ „Það hef ég gert!“ sagði hún. Og sótarinn horfði fast á hana, og síðan sagði hann: „Leið nrín liggur gegnum reykháfinn! Hefurðu virkilega kjark til að skríða með mér gegnum kolaofninn, bæði holrúmið og rörið? Síðan komum við útf reykháfinn og þar kann ég til verka. Við klifrum svo hátt að þau gætu ekki náð til okkar, og efst uppi er op útí heiminn!“ Og hann leiddi hana að speldinu á kolaofninum. „Utlitið er svart!“ sagði hún, en fór samt með honum, bæði gegnum holrúmið og rörið, þarsem ríkti fullkomið svartnætti. „Nú erum við í reykháfinum!" sagði hann, „og sjáðu! sjáðu! þarna efra tindrar skærasta stjarna!" Og reyndar var raunveruleg stjarna á himninum og lýsti alla leið niður til þeirra, einsog hún vildi vísa þeim veginn. Og þau skriðu og þau skreiddust, og hryllileg var leiðin, svo hátt, svo hátt; en hann lyfti og létti undir, hélt á henni og benti á bestu staðina til að tylla postulínsfótunum, og svo náðu þau alla leið uppað brún reykháfsins, og þar settust þau niður, því þau voru vissulega orðin þreytt, enda máttu þau líka vera það. Efra var himinninn með öllum sínum stjörnum og neðra öll þök borgarinnar; þau lituðust um, horfðu langt útí heiminn; vesalings smalastúlkan hafði aldrei hugsað sér þetta þannig; hún hallaði litla höfðinu að sótaranum, og svo grét hún, þannig að gullið hrökk af mittislindanum. „Þetta er alltof rnikið!" sagði hún. „Ég þoli það ekki! Heimurinn er alltof stór! Bara að ég væri aftur á litla borðinu undir speglinum! Ég lít ekki glaðan dag fyrren ég er komin þangað aftur! Nú er ég búin að fara með þér útí heiminn; nú máttu gjarna fylgja mér heim aftur, ef þér þykir nokkuð vænt um mig.“ Og sótarinn talaði skynsamlega um fyrir henni, rausaði um gamla 7^ á .93œýrdjá - Tímarit i>ýðenda nr. 9 / 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.