Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 26
Jón Bjarni Atlason
„Glöð skulum bæði við brott síðan halda
brennandi í faðmlögum loftvegu kalda...“
Josef Calasanz Poestion og þýðing hans á Sigrúnarljóðum
Bjarna Thorarensens
Eftir Austurríkismanninn Josef Calasanz Poestion (1853-1922) liggja að
minnsta kosti þrjár þýðingar á Sigrúnarljóðum Bjarna Thorarensens á
prenti. Þær birtust á bilinu 1891—1904 og eru ólíkar að gerð. I þessari grein
verður fjallað um eina þeirra og ýmis atriði sem tengjast henni skoðuð jafn-
framt því sem hún verður borin saman við aðra þýðingu á ljóðinu eftir
Margarethe Lehmann-Filhés (1852-1911). Frumtextinn og þýðingarnar tvær
standa í heild sinni aftan við greinina.
Þó Poestion sé ýmsum kunnur er rétt að staldra svolítið við þennan
merka rithöfund og þýðanda. Hann var sjálflærður í íslensku en lagði þó
einhverja stund á forníslensku við háskólana í Graz og Vín. Lítið hefur
verið skrifað um hann á Islandi síðan á fyrstu áratugum 20. aldar. Það má
furðu gegna, því hann ritaði ógrynni af athyglisverðu efni um Island og ís-
lenska menningu. Jafn ötulir þýðendur íslenskra bókmennta og hann eru
vandfundnir, þó vissulega séu þeir til. Þetta er ekki síst merkilegt vegna þess
að hann sinnti þessum ritstörfum til hliðar við vinnu sína. Til að fá svolitla
innsýn í önnur störf Poestions er hér vitnað í hluta af sextugsafmæliskveðju
Birkibeina (3. árg., 1913, tbl. 5-6) til hans. Líklegt er að Bjarni Jónsson frá
Vogi, ritstjóri blaðsins, hafi ritað kveðjuna.
„Josef Calasanz Poestion er fæddur 7. júní 1853 í Aussee í Steiermark. En er
hann óx upp, var svo til ætlað að hann yrði prestur og var hann því settur í
lærðan skóla í Graz, þann er prestaefni sækja. En er hann var kominn upp
úr 7. bekk, þá breytti hann til, af því að hugur hans var snúinn frá prestskap
og lauk námi í ríkisskóla í Graz. Árið 1873 fór hann í háskóla þar, en síðar
á .JJayáá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006