Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 27
„Glöð skulum bœði við brott síðan halda brennandi ífaðmlögum loftvegu kalda... “
í háskóla í Vín. Lagði hann einkum stund á þýzka [sic] fræði og á grísku
og latnesku. En er hann hafði lokið háskólanámi, fekst hann við ritstörf
og varð skjótt nafnkunnur maður. Hann varð bókavörður í bókasafni
innanríkisráðuneytisins 1886, eftir ráðstöfun Taaffe greifa forsætisráðherra,
og formaður þess 1891. Arið 1894 var honum falið að flytja og raða að nýju
hinu mikla bókasafni forsætisráðuneytisins og sjá því fyrir húsbúnaði; var
það eftir fyrirmælum Windisch-Grátz fúrsta, sem þá var forsætisráðherra.
Hlaut hann fyrir Franz-Jósephs krossinn og var síðan fengin yfirumsjón
þessa safns. - Badeni-ráðuneytið ákvað síðar að minka þetta safn og var
enn framkvæmdin falin Poestion. En hann gerði samsteypu úr báðum
söfnunum, og er síðan bókasafn innanríkisráðuneytisins svo stórt, að
ekki eru nema tvö stærri söfn í Vínarborg. Er það nú yfir 100000 bindi.
Árið 1896 varð hann yfirbókavörður í VII. stéttarröð, 1901 varð hann
„regierungsrat" en 1909 „Staatsbibliotheks-Direktor I. Klasse“ og 1913
„Hofrath“. Eru þetta talin mikil virðingarmerki þar í landi. [...]
Birkibeinar senda honum þann afmælisárnað, að honum auðnist að
njóta Iengi ennþá mikillar starfsgleði.“
Höfúndarverk Poestions telur liðlega fjörutíu bókatitla. Um tveir þriðju
hlutar þess eru þýðingar. Þar á meðal er Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen
sem á sínum tíma náði töluverðri útbreiðslu á þýsku málsvæði. Bókin var
gefin út f]órum sinnum á árunum 1883-1902 hjá Reclam forlaginu í Leipzig.
Svo má telja til höfundana H.C. Andersen, Henrik Ibsen og Alexander
Kielland svo einhverjir séu nefndir. Einnig liggur eftir hann svo mikið magn
blaða- og tímaritsgreina að ekki verður tölu á komið. Mjög margar greinanna
fjalla um efni tengd íslandi. Poestion var líkt og Konrad Maurer duglegur
við að taka upp hanskann fyrir Islendinga þegar vikið var að landinu á
óréttmætan hátt. Má segja að þessir menn hafi reynt allt til að koma í veg
fyrir fordóma og ranghugmyndir um Island og íslenska menningu hvort
sem er í bókum sínum eða í bókadómum um verk annarra sem rangt
greindu frá Islandi. Fyrir það hlutu þeir ekki síst lof á Islandi meðan þeir
lifðu. Það er athyglisvert að Poestion sótti Island fyrst heim sumarið 1906
en þá hafði hann þegar ritað sín helstu verk. Sökum þessa þurfti hann oft
að heyra gagnrýnisraddir. Hallgrímur Melsted víkur að þessu í fréttablaðinu
Reykjavík þann 4. febrúar 1905. I lok gagnrýni um bókina Die Nordische
Atlanth eftir Jaques Jáger sem „er, þegar öllu er á botninn hvolft [...] með
þeim vitlausustu, sem ritaðar hafa verið um fsland“ kemst hann svo að
orði: „Nú veit hver Islendingur, að Poestion er allra núlifandi útlendinga
kunnugastur Islandi og ísl. bókmentum, en af því að hann er ekki auðugur
maður, hefír hann aldrei getað ferðast hingað til lands; um þetta bregður nú
Jáger honum meðal annars og telur þar ómæt öll hans orð. Ætti þessi ritdeila
enn að vera oss hvöt til þess að styrkja Poestion til þeirrar farar.“
á Jffiœýítúiá - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
25