Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 31

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 31
„Glöð skulum bœði við brott síðan halda brennandi ifaðmlögum loftvegu kalda... “ er eins að orði komist. Þessar línur hefur Poestion fengið lánaðar úr formála í útgáfu Einars H. Kvarans á ljóðmælum Bjarna frá árinu 1884. Um þær ritar Páll Valsson í þriðja bindi íslenskrar bókmenntasögu (bls. 280): „Raunin er hins vegar sú að lýsingin á nánast eingöngu við um Sigrúnarljóð, sem standa að þessu leyti stök meðal ástarkvæða Bjarna, eins og bæði Þorleifur Hauksson og Páll Bjarnason hafa bent á.“ Og áfram má halda því fram að þetta eigi aðeins við um fyrstu sjö erindi Sigrúnarljóða. Kaflinn um Bjarna Thorarensen í Isldndische Dichter der Neuzeit er töluvert lengri en greinin í Nord und Súd. Þar er ekki aðeins fjallað nánar um skáldið heldur er mörgum ljóðaþýðingum bætt við og sú mynd sem birtist af Bjarna og skáldskap hans er því nokkuð heilsteyptari. Þýðingin á Sigrúnarljóðum tekur ekki miklum breytingum. En þýðingin sem birtist nokkrum árum síðar í Eislandblúten er aftur á móti mikið endurskoðuð og verður sú gerð tekin til athugunar hér vegna þess að gera verður ráð fyrir að þýðandinn hafi haft mestar mætur á henni. I öllum gerðunum er einkunnarorðum Oehlenschlágers sleppt líkt og tíðkaðist á Islandi á þessum tíma. En í þýðingarnar vantar svolítið annað sem meira máli skiptir, en það er sjálft lokaerindið. í Nord und Súd og Islandische Dichter der Neuzeit er hvergi minnst á þetta atriði en í Eislandblúten skýrir Poestion brottfallið á eftirfarandi hátt: „Frumkvæðinu fylgir eitt erindi í viðbót með öðrum bragarhætti og endarími; það truflar hins vegar áhrifin og er því alveg sleppt af listrænum ástæðum.“ Olíklegt verður að teljast að þesskonar skýring yrði tekin góð og gild í dag. Þetta er ekki eina lokaerindið á frægu ljóði sem Poestion fellir úr. í Eislandblúten er lokaerindi Hafíssins eftir Matthías Jochumsson sleppt, en það hafði staðið í Isldndische Dichter der Neuzeit. Þetta erindi var líkt og síðasta erindi Sigrúnarljóða umdeilt, en hér var það þó ekki Poestion sem ákvað brottfallið heldur var það ósk Matthíasar og kemur það fram í neðanmálsgrein undir þýðingunni. I þessu sambandi má minnast á að Poestion „afsakar“ stundum þá iðju sína að þýða íslensk 19. aldar ljóð, en Steingrími Thorsteinssyni þótti hann t.d. eigna íslenskum bókmenntum stærra gildi en þær hefðu eins og Hannes Pétursson bendir á í bók sinni um skáldið (bls. 276). I formála Eislandblúten segir hann að mörg ljóðanna tilheyri úreltum stefnum og einnig að nýjustu ljóðin samræmist ekki ört vaxandi kröfum fegurðarsmekks samtímans. I formálanum kemur einnig fram að hann líti á þýðingar sínar sem einskonar landkynningu á Islandi. Með þeim vilji hann koma á framfæri víðfeðmri mynd af landi og þjóð og skiptir þá ekki alltaf máli hvort ljóðin hafi bókmenntalegt gildi eða ekki. Þetta er skiljanleg afstaða sé haft í huga hvaða blómum evrópsk ljóðlist skartaði um aldamótin 1900 og að Vínarborg var á þessum tíma ein aðalmiðstöð evrópskrar menningar. I skrifum Poestions má finna marga staði þar sem þessarar afsökunarhneigðar hans verður vart. Og það þarf því á jfBæ^reisá — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.