Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 58
Gauti Kristmannsson
Fleira fer á milli mála en orðin ein
Fleyg eru orð skáldsins Roberts Frosts um að aðal ljóðsins sé það sem glatist
í þýðingu. Þessi kannski fremur vanhugsaða fullyrðing hefur oft verið gagn-
rýnd af þeim sem um þýðingar fjalla, m.a. Susan Bassnett (57) og Astráði
Eysteinssyni (21). Eg segi hana vanhugsaða því sé rökfærsla hennar rétt segir
hún um leið að t.d. Fiómersþýðingar1 og allar þýðingar Ljóðaljóðanna séu
engin ljóðlist, svo nefndir séu tveir af grunntextum vestrænnar menningar
og bókmennta. Hvað sem kunnáttu nokkurra fræðimanna á frummálunum
líður, þá er víst að flestir lesendur þessara texta, að skáldunum meðtöldum,
hafa lesið þá í þýðingu, hafa notið þeirra í þýðingu og þeir síðarnefndu hafa
sumir notað þýðingarnar til að ljá sínum eigin kveðskap það sem þeir áttu
ekki sjálfir.
Gagnrýni Bassnetts og Astráðs er samt ekki afsama toga, sú fyrrnefnda
spyr réttilega hvað það sé sem Frost eigi við, en hann myndi kannski brosa
og segjast einmitt eiga við það sem hún spyrji; Ástráður bendir á hinn bóg-
inn á „að þessi „skilgreining“ ljóðs [sé] beinlínis háð nærveru þýðinga" (21).
Hún er það og meira til, því þetta er ekkert annað en skilgreining og það
í anda þess sjálfhverfa skilnings sem þarf á því að halda að þýðingin sé í
versta falli afskræming, í besta falli vel lukkuð eftirlíking. Hugmynd Frosts
er auðvitað engin nýjung og fellur vel inn í aðrar sjálfhverfar skilgreiningar
eins og til dæmis þær hjá heimspekingnum Fichte þar sem einstaklingurinn
eða sjálfið skilgreinir sig út frá því sem það er ekki.2
Hvernig er þessi skilningur til kominn? Það má kannski reyna að rekja
hann til brottreksturs Platons á skáldunum í annarri og þriðju bók og tí-
undu bók Ríkisins, þótt raunar séu þeir kaflar ekki í fullu samræmi hver
við annan, en það getur vel freistað manns að heimfæra þá röksemdafærslu
Platons, að eftirhermur þær sem gera eftirlíkingar af eftirlíkingu séu ekki
1 Þekktastar íslendingum eru prósaþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar.
2 Fichte talar um „Ich“ og „Nicht-Ich“ í þessu samhengi t.d. í Grundlage der gesammten
Wissenschaftslehre, als Handschrift fiir seine Zuhörer, Jena, 1794.
56
á .d&œydaá — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006