Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 68

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 68
Gauti Kristmannsson fræði.20 Skýrleikskrafan sem kemur fram í árás á „mirkar“ kenningar gæti eins verið komin frá dr. Johnson sjálfum. Rómantísk skáld leyfðu sér ein- mitt oft að nota „mirkan" óskýrleika frekar en klassískan einfaldleika. Að auki má benda á að þau voru ekki feimin við að leita einmitt í smiðju al- þýðuskáldskapar eins og ballaða líkt og verk hinna þekktustu rómantíkera enskra, Lyrical Ballads, sýnir vel í framkvæmd sem og í formála. Gagnrýni Jónasar að efnið sé lygisaga gæti nú eins verið komin frá Platoni sjálfúm og er ekki síður virk í hugmyndum nýklassismans en rómantíkinni. Spurn- ingin hvort menn geti eitthvað lært af skáldskap sýnist mér ekki vera minna skuldbundin hinum nýklassísku hugmyndum um uppeldishlutverk bókmennta, en hinum rómantísku sem ég hef stundum fengið skýrðar sem afturhvarf frá þessu dyggðabætandi hlutverki. Háð Jónasar gegn deus ex machina er heldur ekki fjarri nýklassískri fagurfræði því ekki þoldi þráður skynsemishyggjunnar í henni þvílíkar lausnir. Síðast en ekki síst má líta á einkunnarorð ritdómsins.21 Þau eru úr fremur ískyggilegum lokaorðum Hórasar í Ars poetica, en um hlutverk Hórasar í nýklassískri fagurfræði þarf naumast að íjölyrða. Seinni punkturinn snertir þýðingar á bragarháttum eða formi þar sem kannski er ekki rétt að spyrða niðurstöður þeirra Sveins Yngva og Páls saman. Sá fyrn hamrar reyndar á að upptaka Jónasar á formum sé rómantísk, en segir um leið að klassistar síðari alda hafi sótt „sér bragi aftur í evrópskar miðaldir og þó einkum gríska og rómverska fornöld“ (71). Hann bætir síðan við: „það gerðu rómantísku skáldin líka og hefur Jónas haft kveðskap þeirra að fyrirmynd um gömlu hættina eins og bragvenjur hans bera með sér“ (71). Einhverja fyrirmynd hafði hann, svo mikið er víst, en hvort hann hafi hana endilega frá hinum rómantíska skóla eða hinum klassísku ritum og aðferðum sem hann sýnilega þekkti skal ég ekki segja um. Hvað fyrirmyndina að hinu sögufræga kvæði Jónasar Islandi frá skáldinu Adam Oehlenschláger varðar fara Sveinn Yngvi og Páll vandlega ofan í saumana á því máli, og benda á Konráð Gíslason sem hugsanlegan áhrifavald við valið á 20 Ég hef fjallað um Jónas og klassíkina í grein í Lesbók Mbl. 27.1.2001. Ritdómurinn er vísast flestum kunnur og er að finna í hinni ágætu útgáfu Svarts á hvítu, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. (I, 356-366). 21 Non [sic] satis apparet, cur versus factitet; utrum minxerit in patrios cineres, an triste bidental moverit incestus: certe furit (Epistulae II, 2, 470-472, tilv. í Ritv. Jónasarl, 356) Eigi er og hægt að sjá, hví hann fæst við kveðskap, hvort hann hefir kastað af sér vatni á ösku föður síns, eða verið svo guðlaus að hreyfa við hryllilegum eldingarstað; víst er hann óðr (Hóraz 68). 66 á .jOf/y/.iá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.