Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 77
Hólmgangan
Sagt er: Enginn hefiir meiri stjórn á þessu
hljóðfæri en þú. Hafa margir heyrt til þín?
Margar kindur, sagði Marsýas.
I dag heyra sönggyðjurnar til þín, kallaði
Apollon og gaf hið umsamda merki í áttina að
runnunum.
Þær komu fram úr fylgsni sínu, komu sér
fyrir í hálfhring um þá báða, hófú upp hand-
leggina og sögðu:
Keppnin hefst með samanburði á hljóðfær-
unum. Þitt hljóðfæri Apollon.
Apollon settist í grasið og lagði lýruna á kné
sér. Hann plokkaði nokkra tóna, sneri hljóð-
færinu við og plokkaði aftur nokkra tóna.
A mitt hljóðfæri er hægt að leika báðum meg-
in, sagði hann.
Er hægt að leika á þitt hljóðfæri báðum
megin? spurðu þær Marsýas.
Nei, sagði Marsýas.
Apollon hefur betur í fyrsta þætti keppn-
innar, sögðu þær og gengu einn hring um þá
báða.
Annar þáttur, tilgangur og meðul.
Apollon sté með annan fótinn fram, kastaði
höfðinu aftur og hóf að syngja með hárri
röddu:
Um Atreifs hrausta sonu vil ég syngja /
og sjálfan Kaðmos einnig lof’ og mæra / en
strengir mínir stálust til að læra / að sterkast
tónar heitrar ástar klingja. /
Og þótt ég skipti skjótt út svikastrengjum /
og skreytti sönginn merkum frægðarverkum /
með sögum af svo sönnum gæðadrengjum / sem
syni goða Herkúlesi sterkum / þá syngja þessir
strengir samt um ást / og svífast einskis þótt í
hamsi hitni. / Sú von að hetjur vaskar munu
sjást / veltur á því að strengir mínir slitni.
Marsýas skellti upp úr. Hann hélt um mag-
ann, hann kastaði sér niður á jörðina. Líkami
hans bognaði í keng. Þá syngja þessir strengir
samt um ást, stundi hann á milli hláturshvið-
anna.
Síðan stóð hann allt í einu á fætur og sagði:
Letóar. Ég sé fyrir mér Apollon
í hvítum marmara Berninis í
Galleria Borghese í Róm. Þar,
eins og hér, er Apollon valdur að
hamskiptum (g. metamorfosis).
Dafne, sem kalla mætti Láru
á íslensku, verður lárviður,
marmarabörkurinn er farinn
að hylja mjúkt holdið. Apollon
flær sjálfúr Marsýas (í grísku
goðsögunni), sem er hálfúr maður
og hálf geit, og notar skinnið
í vínbelg eða geitarbelg, askos,
sem verður uppspretta fljótsins
Marsýasar í Frýgíu.
Xenofón segir um þetta fljót í
Austurfór Kýrosar. „Þar er sagt að
Apolló hafi flegið Marsýas, þá er
Apolló hafði borið hærri hlut í
keppni Marsýasar við hann um
íþróttina, og er sagt, að hann hafi
hengt upp húðina í hellinum,
þaðan sem uppspretturnar koma.
Af þessum sökum er fljótið nefnt
Marsýas.“ Svo hljóðar íslenskun
Halldórs Kr. Friðrikssonar og
Gísla Magnússonar sem prentuð
var í Reykjavík 1867.
Hljóðfæri I: Pindar segir að
Aþena hafi fúndið upp tví-
flautuna, aulos, en þegar hún
prófaði að blása í hana þöndust
kinnarnar út og andlitið
afskræmdist. Til er á safni í
Boston ítalskt leirker frá því
snemma á 4. öld f.Kr. sem sýnir
gyðjuna skoða sjálfa sig í spegli
á meðan hún leikur á flautuna.
Aþena kastaði flautunni. Marsýas
fann hana. Á Akrópólishæð í
Aþenu stóðu bronsstyttur eftir
Mýron sem sýndu fúndinn.
Marsýas hafði cngu að tapa,
a.m.k. ekki hvað útlitið snerti,
á Jffiœýráá — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
75