Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 80
Thomas Brasch
Öskur hans urðu hærri með hverju stökki uns
þau hættu snögglega og Marsýas féll örmagna
niður í grasið. Hendur hans klóruðu krampa-
kennt í rakan jarðveginn. Apollon skreið til
hans.
Spilaðu, hóstaði hann og ýtti flautunni á
milli fingra Marsýasi.
Láttu mig í friði, sagði Marsýas.
Hver er ástæðan?
Hvaða ástæða?
Þær drepa þig ef þú leikur ekki, sagði
Apollon.
Marsýas stakk viðnum upp í sig og beit af öll-
um kröftum uns tennur hans brotnuðu.
Komstu til þess, spurði Apollon.
Marsýas svaraði engu. Hann starði í grasið.
Apollon stökk á fætur.
Skerið úr, skerið úr, æpti hann. Hver er sigur-
vegari?
Þú ert sigurvegari, Apollon, svöruðu söng-
gyðjurnar í kór.
Refsið þeim sem tapaði, kallaði Apollon,
strax.
Þær rifu hnífana upp undan klæðum sínum
og stukku á liggjandi manninn. Tvær héldu
handleggjum hans föstum, tvær fótleggjunum
og tvær tættu utan af honum klæðin. Þegar hann
lá nakinn fyrir framan þær sneru þær honum
við. Varir hans hreyfðust. Hann spýtti út tönn.
Eftir hverju bíðið þið? sagði Apollon, gerið
honum greiðann.
Þær báru að honum hnífana, sniðu hring á
úlnliðum og hálsi og toguðu síðan húðina af
líkama hans. Marsýas starði á þau. Einungis
andlit hans og hendur voru enn þakin húð.
Hann leit út eins og hann hefði sett á sig grímu
og hanska. Ur æðum hans spýttist blóðið.
Vindurinn blés og þau sáu hvernig taugaþræðir
hans bærðust. Nú fyrst tók hann að æpa. Einu
sinni virtist þeim hann vera hættur þótt hann
væri enn með munninn opinn, öðru sinni
héldu þau að ópin hefðu náð tónhæð sem þau
heyrðu ekki lengur.
lengi verið píndur og kvalinn
af yfirvöldum, þar til hann er
orðinn hálfbrjálaður. Músurnar
hafa breyst í „fagmenn“ (þ.
Sachkundigeri) á mála hjá
yfirvöldum, og eru notaðar til að
gefa skítverkum þeirra faglegan
stimpil.
Brasch fjandskapast of mikið út
í Músurnar: Marsýas úthúðar
þeim, niðurlægir þær með því
að neyða þær til þess að sleikja
á sér bólugrafinn rassinn. Þessar
músur eru kvengerðir fagmenn og
böðlar allt í senn. Það eru samt
yfirleitt ekki konur sem gegna
slíkum hlutverkum í raun og
veru. Kvengerving hins illa myndi
ekki trufla mig, ef vestrænar
bókmenntir hefðu ekki svo lengi
notað konur sem blóraböggla.
í sögu Brasch er Apollon, sem
þó gefúr skipanirnar, með
undarlegum hætti göfúgri en
Músurnar. Siðlaus lýsing á
harðstjórn. Marsýas, hinn kúgaði,
og Apollon, kúgarinn, sameinast
um að fyrirlíta Músurnar.
Apollon sjálfúr hefúr viðbjóð á
þeim í lokin.
78
á .y3f/y/-iá — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006