Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 84
Denise Levertov
upp í krónu mér.
Eg var fræ á ný.
Ég var burkni í feni.
Ég var kol.
Og innst inni í viði mér
(svo nærri var ég að verða að manni eða guði)
rxkti eins konar þögn, eins konar sjúkleiki,
eitthvað líkt því sem menn kalla leiðindi,
eitthvað
(ljóðið steig niður stiga, fljót yfir flúðir)
sem gefur kertinu kulda
um leið og það brennur, sagði hann.
Það var þá,
þegar logandi máttur hans
hreif mig og breytti og
mér lá við að falla flatt,
sem söngvarinn tók
að færast íjær mér. Þokaðist
hægt úr hádegisskugga mínum
út í opið ljósið,
og orðin stukku og dönsuðu til mín aftur
um axlir hans
stríður strengur af lýrutónum sem hægt
urðu aftur
að kliði.
Ogí
skelfingu
en ekki í vafa um
hvað gera skyldi
í angist, í flýti,
rykkti ég upp úr jörðinni rót eftir rót,
moldin lyftist og sprakk, mosinn tættist í sundur -
og hin að baki mér: systkini mín
gleymd frá í dögun. I skóginum
höfðu þau líka heyrt það
og voru með kvölum að slíta rætur sínar
úr þúsund ára lögum af visnuðum laufum,
velta steinum á burt,
82
d Jffiœýrdyá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006