Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 87
SigurðurA. Magnússon
Á hálum ís - ljóðræn skautahlaup
Ekki var það með ráðum gert að fara að snúa íslenskum ljóðum á aðrar
tungur, heldur urðu ýmis ófyrirséð atvik þess valdandi, að ég ánaðist útá
þann hála ís, og má þakka mínum sæla, að ekki fór verr en raun ber vitni.
Bandaríska þjóðskáldið Robert Frost (1874-1963) hafði fyrir satt, að það
sem glataðist í þýðingum væri sjálfur skáldskapurinn, en margt bendir til
að þar hafi fordómar villt honum sýn, því honum var einkennilega illa við
nútímaskáldskap og úthúðaði höfundum á borð við Ezra Pound og T.S.
Eliot, þegar ég hitti hann í boði hjá skáldkonunni Marianne Moore haust-
ið 1955. Þá var hann orðinn geðvondur gamlingi.
New World Writing
Ef frá er talið framtak Vestur-Islendinga á fyrri hluta síðustu aldar, voru
enskar þýðingar á íslenskri ljóðlist ákaflega sjaldgæfar. Má því til sanns veg-
ar færa að hún hafi í fyrsta sinn komist á heimsmarkað vorið 1959, þegar
ljóð níu skálda birtust í víðlesnasta safnriti veraldar, New World Writing
(350 bls.), sem gefið var út afThe New American Library og kom út tvisvar
árlega í hundruðum þúsunda eintaka. Var ritið selt um víða veröld og lagði
geysiverðmætan skerf til kynningar á bókmenntum þjóða sem ekki áttu
ensku að móðurmáli.
Tildrögin voru þau að bandaríska skáldkonan Isabella Fey dvaldist á ís-
landi mánaðaru'ma haustið 1958 og kynnti sér íslenskt menningarlíf. Hafði
hún meðferðis segulbandstæki og tók upp tvo viðtalsþætti við mig fyrir
WFUV-útvarpsstöðina í New York, þarsem hún var með vikulega þætti
um bókmenntir og ferðalög.
Isabella varpaði fram þeirri hugmynd, að við legðum saman og þýdd-
um nokkur íslensk ljóð og fengjum þau birt vestanhafs. Þegar voru til
nothæfar þýðingar Magnúsar A. Arnasonar á ljóðum eftir Jóhann Sigur-
jónsson (Sorg), Tómas Guðmundsson (Lestin mikla) og Stein Steinarr
á •Adr'/yríá. — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
85