Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 87

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 87
SigurðurA. Magnússon Á hálum ís - ljóðræn skautahlaup Ekki var það með ráðum gert að fara að snúa íslenskum ljóðum á aðrar tungur, heldur urðu ýmis ófyrirséð atvik þess valdandi, að ég ánaðist útá þann hála ís, og má þakka mínum sæla, að ekki fór verr en raun ber vitni. Bandaríska þjóðskáldið Robert Frost (1874-1963) hafði fyrir satt, að það sem glataðist í þýðingum væri sjálfur skáldskapurinn, en margt bendir til að þar hafi fordómar villt honum sýn, því honum var einkennilega illa við nútímaskáldskap og úthúðaði höfundum á borð við Ezra Pound og T.S. Eliot, þegar ég hitti hann í boði hjá skáldkonunni Marianne Moore haust- ið 1955. Þá var hann orðinn geðvondur gamlingi. New World Writing Ef frá er talið framtak Vestur-Islendinga á fyrri hluta síðustu aldar, voru enskar þýðingar á íslenskri ljóðlist ákaflega sjaldgæfar. Má því til sanns veg- ar færa að hún hafi í fyrsta sinn komist á heimsmarkað vorið 1959, þegar ljóð níu skálda birtust í víðlesnasta safnriti veraldar, New World Writing (350 bls.), sem gefið var út afThe New American Library og kom út tvisvar árlega í hundruðum þúsunda eintaka. Var ritið selt um víða veröld og lagði geysiverðmætan skerf til kynningar á bókmenntum þjóða sem ekki áttu ensku að móðurmáli. Tildrögin voru þau að bandaríska skáldkonan Isabella Fey dvaldist á ís- landi mánaðaru'ma haustið 1958 og kynnti sér íslenskt menningarlíf. Hafði hún meðferðis segulbandstæki og tók upp tvo viðtalsþætti við mig fyrir WFUV-útvarpsstöðina í New York, þarsem hún var með vikulega þætti um bókmenntir og ferðalög. Isabella varpaði fram þeirri hugmynd, að við legðum saman og þýdd- um nokkur íslensk ljóð og fengjum þau birt vestanhafs. Þegar voru til nothæfar þýðingar Magnúsar A. Arnasonar á ljóðum eftir Jóhann Sigur- jónsson (Sorg), Tómas Guðmundsson (Lestin mikla) og Stein Steinarr á •Adr'/yríá. — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.