Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 90

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 90
SigurðurA. Magnússon krónur. í sambandsstjórn var einróma samþykkt að mæla með formannin- um til fararinnar, meðþví ég væri eini íslenski höfundurinn sem stundað hefði nám vestanhafs. Menntamálaráðuneytið veitti styrk til fararinnar og Loftleiðir gáfu frí- miða fyrir tilstilli Sigurðar Helgasonar forstjóra sem jafnframt var forseti Islensk-ameríska félagsins. Þátttakendur í starfsönninni, 25 talsins hvaðanæva af heimskringl- unni, höfðu aðsetur í gríðarstórum stúdentagarði, Mayflower, rétt fyrir utan Iowa City. Innréttingum var þannig háttað, að hver höfundur hafði til umráða tveggja herbergja íbúð, en milli hverra tveggja íbúða var sameiginlegt eldhús, og mátti læsa dyrum að eldhúsinu ef svo bar undir. Olli þessi tilhögun sáralitlum vandkvæðum — nema stöku sinnum þótti angan af matseld Austurlandabúa helsti gagntæk. September var líflegasti mánuður dvalarinnar í Mayflower. Þá var efnt til margháttaðra samkvæma til að kynna þátttakendur innbyrðis og farið í heimsóknir til markverðra staða. Höfundarnir hittust reglulega síðdegis á föstudögum, þömbuðu bjór eða hvítvín og hlustuðu á einhvern úr hópnum kynna bókmenntir og menningu þjóðar sinnar. Spunnust einatt af því hressilegar umræður, til dæmis um 2000 tilbrigði íslenskra rímnahátta og þau ríflega 40 heiti sem Islendingar hafa gefið ‘þarfasta þjóninum’. Hjá mér hófst alvara lífsins í endaðan september. Eg hafði haft með- ferðis á annað hundrað ljóðabækur, sem Loftleiðir leyfðu mér að flytja ókeypis, og pantaði fleiri þegar frá leið. Næstu níu eða tíu vikur var ég nánast andsetinn, vann meira og lengur en ég hef nokkurntíma gert. Þótti mér hugmyndin um sýnisbók íslenskrar samtímaljóðlistar bæði ögrandi og æsileg, einkanlega þegar forstjóri starfsannarinnar, ljóðskáldið Paul Engle, bauð mér til aðstoðar efnilegasta ungskáld í Iowa City, Mick Fedullo. Þá var bara að láta hendur standa frammúr ermum. Vinnutilhögunin var tiltölulega einföld. Eg sat við tíu til tólf tíma alla sjö daga vikunnar, nema síðdegis á föstudögum, og þýddi ljóðin sem ég hafði valið. Á hverjum fimmtudagi kom Mick Fedullo og sótti það sem ég hafði lokið við. Jafnframt fórum við í sameiningu yfir ljóðin sem hann hafði haft heim með sér fimmtudaginn á undan. Venjulega sátum við daglangt yfir þýðingunum og ræddum þær fram og aftur. Sömuleiðis fór ég með sumar þeirra í vinnuhóp í háskólanum sem sérstaklega fékkst við þýðingar. Þar voru bollaleggingar bæði faglegar og einatt mjög gagnlegar. Undir lok nóvember lágu fyrir þýðingar á 330 ljóðum eftir 28 helstu skáld eftir stríð, frá Snorra Hjartarsyni (1906-86) til Steinunnar Sigurðardóttur (f. 1950), ásamt inngangi um íslenska ljóðlist frá öndverðu sem fyllti ríflega 20 síður. Ég hafði gert mér vonir um að ávöxtur þessa mikla átaks sæi dagsins 88 á . jSfryáá — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.