Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 93

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 93
Á hálum ís - Ijóðran skautahlaup Plays (Iceland) sem kom út árið 1973 hjá Universitetsforlaget í Osló og Twayne Publishers í New York. Þar birtust fimm leikverk eftir Halldór Laxness, Jökul Jakobsson, Erling E.HalIdórsson og Odd Björnsson (2). Þrjú fyrstu leikritin voru þýdd af Alan Boucher, en verk Odds af Guðrúnu Tómasdóttur. Land aus dem Meer Áðuren The Postwar Poetry of Iceland kom út vestanhafs, hafði ég búið rúmt ár í Vestur-Berlín (1979-80) og verið önnum kafinn vormánuðina 1980 við að undirbúa fyrstu meiriháttar kynningu á íslenskri og færeyskri menningu í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöld. Að henni stóð Neue Gesellschaft fúr Literatur með formanninn, Ingeborg Drewitz rithöfund, í broddi fylkingar. Kynningin var þríþætt: bókmenntir, tónlist og kvik- myndir. Afráðið var að setja saman myndarlegt safnrit fyrir bókmennta- kynninguna með sýnishornum af verkum höfunda, sem boðið yrði til Berlínar, ásamt öðru efni. Var okkur Heinz Baruske og Ingeborg Drewitz falið að hafa veg og vanda af ritinu, sem var 193 blaðsíður og nefndist Land aus dem Meer — zur Kultur Islands und der Faröer Inseln. Af íslenska efninu má nefna ljóð eftir Stein Steinarr, Matthías Johannessen, Nínu Björk Árnadóttur, Steinunni Sigurðardóttur og mig, sögur eftir Halldór Laxness, Thor Vilhjálmsson, Hannes Pétursson og Guðberg Bergsson, ásamt ritgerðum um íslenska leiklist, myndlist, tónlist og bókmenntir eftir Jón Laxdal, Björn Th. Björnsson, Jón Þórarinsson og mig. Heinz Baruske þýddi bróðurpartinn af efninu nema ‘Dauða Baldurs’ sem Wolf Kúhnelt snaraði. Bókina prýddu grafíkmyndir eftir Þórð Hall, Eddu Jónsdóttur, Björgu Þorsteinsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Richard Valtingojer, Jón Reykdal og Valgerði Bergsdóttur. Islenska bókmenntakynningin fór fram 9nda og ionda júlí í stærsta nýbyggða bókasafni Vestur-Evrópu, Neue Staatsbibliothek, þarsem jafn- framt voru til sýnis bækur á frummálunum og nýlegar grafíkmyndir frá Islandi og Færeyjum. Áðuren bókmenntakynningin hófst var efnt til opnunartónleika í húsakynnum Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) þarsem leikin voru verk eftir Jón Ásgeirsson, Fjölni Stefánsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Höfundar sem komnir voru á vettvang til að kynna verk sín voru Guðbergur Bergsson, Matthías Johannessen, Nína Björk Árnadóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Jón Laxdal þýddi og las upp verk íslensku skáldanna við frábærar undirtektir aukþess sem hann flutti einleik sinn, Heimssöngvarann. Thor Vilhjálmsson á Áföasyröiá — í DAG HEYRA sönggyðjurnar til þín 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.