Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 97
Ricardo Herren
Töfralæknirinn Francisco Martín
1. Allt er hey í harðindum
Foringinn Inigo de Vascuna frá Arévalo reyndi að rísa á fætur til að leiða
hermenn sína áfram en það kom fyrir ekki og hann skall aftur til jarðar.
Viðurstyggilegt graftarkýli hafði myndast við hnéð og gert hann á fáum
dögum svo haltan og þjáðan að á endanum komst hann ekki áfram nema
með því að skríða.
Menn hans virtu hann fyrir sér af meðaumkun og gremju. Það voru
óskráð lög að hver fengi að liggja þar sem hann gæfist upp á göngunni og
bíða þar dauðans, eða að kraffaverk yrði honum til lífs. Nokkrum dögum
áður hafði hermaðurinn Juan Montanés horft nauðugur á bak félögum sín-
um þar sem þeir héldu áfram för sinni um frumskóginn því hann var orð-
inn lamaður af hungri. Juan Vizcaíno, sem hlotið hafði skotsár í síðustu
viðureign flokksins,1 fékk líka að liggja eftir við slóðann. „Dag einn vaknaði
Francisco de San Martín, umboðsmaður konungs,2 um morgunmál illa
haldinn en gekk þó til kvölds.“3 Daginn eftir þegar hann opnaði augun varð
hann þess áskynja að hann var orðinn blindur og líkaminn allur þaninn.
Vascuiia aumkaði sig yfir hann og sagði „að hann skyldi reyna að fara fetið,
að sjálfur væri hann sömuleiðis haltur. En Francisco de San Martín svaraði
því til að hann gæti sig hvergi hrært. Og þar sat hann eftir en hinir héldu
áfram ferðinni þar til nóttin færðist yfir þá og sú var hvorki gjafmiidari á
hvíld né lífsbjörg en þær fyrri.“4
Eina fæða þessara rúmlega tíu hermanna er þannig reikuðu um frum-
1 Það er við innfædda.
2 Umboðsmaður var fjárhaldsmaður konungs og skyldi sjá til þess að ákvæði krúnunnar um
skiptingu alls herfangs væri virt en samkvæmt því komu 20% í hlut konungs.
3 Gonzalo Fernández de Oviedo, Historia generaly natural de las Indias .... Madrid, 1851.
4 Sama rit.
á- - í DAG heyra sönggyðjurnar til þín
95