Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 99

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 99
TófraUktiirinn Francisco Martin hermenn til baka eftir þeim, þá Diego de Valdés og Antón Peligro, en hinir urðu eftir og biðu þeirra. I þann mund sem mennirnir komu til baka heyrðu þeir kvein yfirgefna foringjans sem grét af sársauka og örvæntingu. Vascuiia, sem áleit menn sína víðs fjarri, hafði gefið sig harmi sínum og þjáningum á vald. Þar með var ekki öll sagan sögð. Nokkru fjær, bak við laufþykknið, grillti í blóði drifinn mann bogra yfir einhverju stóru sem lá á jörðinni. Mennirnir fikruðu sig nær og stirðnuðu af skelfingu. Þarna stóð rifhlskyttan Cristóbal Martín og var að flá dreng, einn af eigin indíánum sem hann hafði nýlátið drepa til að leggja sér til munns. 2. Stund Franciscos Martín Satt að segja var þetta ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerðist. I vikunni áður höfðu þrír hermenn, þeir Juan Justo, Juan Ramos Cordero og sonur hans, orðið viðskila við hópinn. Nokkrum dögum síðar birtist sonurinn og sagði að þeir hefðu rist vinveitta indíánakonu sem með þeim var og étið af henni, þurrkað afganginn, og ætluðu sér að hafa til góða á ferð sinni. En það kom að litlu gagni. Mennirnir þrír hurfu sporlaust „því vilji Guðs stóð til þess að ekki vantaði indíána til að éta þá sjálfa þótt síðar yrði“, segir skrásetjarinn Gonzalo Fernández de Oviedo.6 Þessi sveit spænskra manna hafði reikað villt um frumskóginn er hún reyndi að finna leiðina til Maracaibo og Coro, á svæði því sem nú á dögum heitir Venesúela, og henni miðaði ekki neitt. En yfirmaður þeirra, Þjóð- verjinn Ambrosius Alfinger, hafði falið þeim það verkefni að fara til Coro eftir liðsauka og flytja þangað í leiðinni sextíu þúsund pesosa af gulli (um 275 kíló). Það var hluti af ránsfeng sem sveitin hafði aflað sér, en í henni voru 130 fótgönguliðar undir stjórn Alfingers. Mennirnir töldust enn hluti af sveitinni sem hafði staðið í leiðangrum, landvinningum og ránum svo mánuðum skipti, en Þjóðverjinn þótti sýna æ meiri grimmnd í garð inn- fæddra og var farinn að vekja hatur manna sinna fyrir bragðið. AJfinger, sem hafði orðið eftir í Tamalameque,7 hafði þegar hér er 6 Sama rit. 7 Alfinger haf3i verið umboðsmaður eða faktor Welseranna, hinna þýsku bankamanna i Santo Domingo. Þegar Karl I. gaf þessum valdamiklu kaupmönnum leyfi til landvinninga í Venesúela, sendu Welserarnir Alfinger til Coro til að ábyrgjast kaupin, en þangað kom hann í apríl árið 1529. Skömmu síðar lagði hann upp 1' gullleiðangur, stofnaði Maracaibo, en kom aftur tómhentur. Eftir að honum barst liðsauki frá Santo Domingo hélt hann á ný í leiðangur og stefndi í suðurátt frá Coro eftir Maracaibolóninu, kom að upptökum Hachafljótsins, þá til lónsins Tamalameque, þar sem hann rændi stórfenglegum fjársjóði á .ffiœpriiá-X dag heyra sönggyðjurnar til þín 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.