Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 99
TófraUktiirinn Francisco Martin
hermenn til baka eftir þeim, þá Diego de Valdés og Antón Peligro, en hinir
urðu eftir og biðu þeirra.
I þann mund sem mennirnir komu til baka heyrðu þeir kvein yfirgefna
foringjans sem grét af sársauka og örvæntingu. Vascuiia, sem áleit menn sína
víðs fjarri, hafði gefið sig harmi sínum og þjáningum á vald. Þar með var
ekki öll sagan sögð. Nokkru fjær, bak við laufþykknið, grillti í blóði drifinn
mann bogra yfir einhverju stóru sem lá á jörðinni. Mennirnir fikruðu sig
nær og stirðnuðu af skelfingu. Þarna stóð rifhlskyttan Cristóbal Martín og
var að flá dreng, einn af eigin indíánum sem hann hafði nýlátið drepa til að
leggja sér til munns.
2. Stund Franciscos Martín
Satt að segja var þetta ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerðist. I vikunni áður
höfðu þrír hermenn, þeir Juan Justo, Juan Ramos Cordero og sonur hans,
orðið viðskila við hópinn. Nokkrum dögum síðar birtist sonurinn og sagði
að þeir hefðu rist vinveitta indíánakonu sem með þeim var og étið af henni,
þurrkað afganginn, og ætluðu sér að hafa til góða á ferð sinni. En það kom
að litlu gagni. Mennirnir þrír hurfu sporlaust „því vilji Guðs stóð til þess að
ekki vantaði indíána til að éta þá sjálfa þótt síðar yrði“, segir skrásetjarinn
Gonzalo Fernández de Oviedo.6
Þessi sveit spænskra manna hafði reikað villt um frumskóginn er hún
reyndi að finna leiðina til Maracaibo og Coro, á svæði því sem nú á dögum
heitir Venesúela, og henni miðaði ekki neitt. En yfirmaður þeirra, Þjóð-
verjinn Ambrosius Alfinger, hafði falið þeim það verkefni að fara til Coro
eftir liðsauka og flytja þangað í leiðinni sextíu þúsund pesosa af gulli (um
275 kíló). Það var hluti af ránsfeng sem sveitin hafði aflað sér, en í henni
voru 130 fótgönguliðar undir stjórn Alfingers. Mennirnir töldust enn hluti
af sveitinni sem hafði staðið í leiðangrum, landvinningum og ránum svo
mánuðum skipti, en Þjóðverjinn þótti sýna æ meiri grimmnd í garð inn-
fæddra og var farinn að vekja hatur manna sinna fyrir bragðið.
AJfinger, sem hafði orðið eftir í Tamalameque,7 hafði þegar hér er
6 Sama rit.
7 Alfinger haf3i verið umboðsmaður eða faktor Welseranna, hinna þýsku bankamanna i
Santo Domingo. Þegar Karl I. gaf þessum valdamiklu kaupmönnum leyfi til landvinninga
í Venesúela, sendu Welserarnir Alfinger til Coro til að ábyrgjast kaupin, en þangað kom
hann í apríl árið 1529. Skömmu síðar lagði hann upp 1' gullleiðangur, stofnaði Maracaibo,
en kom aftur tómhentur. Eftir að honum barst liðsauki frá Santo Domingo hélt hann á
ný í leiðangur og stefndi í suðurátt frá Coro eftir Maracaibolóninu, kom að upptökum
Hachafljótsins, þá til lónsins Tamalameque, þar sem hann rændi stórfenglegum fjársjóði
á .ffiœpriiá-X dag heyra sönggyðjurnar til þín
97