Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 104

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 104
Ricardo Herren 4. Farið um ónumin lönd Honum sagðist svo frá að skömmu eftir að hann komst til heilsu hjá indíán- unum, sem höfðu fundið hann nær dauða en lífi, komu þangað saltkaup- menn sem oft lögðu leið sína til Maracaibo. En það var einmitt þaðan sem þeir könnuðust við hann. Hann greip því tækifærið og sagðist vilja yfirgefa þorp bjargvætta sinna og leita fyrir sér í þorpum saltkaupmanna í Laguna að betri aðstæðum en þeim sem honum buðust hjá núverandi herra. Kaupmennirnir réðu honum að fara á tiltekinn stað við ána meðan húsbændur hans væru í svefni, fela sig og bíða þeirra þar. Og það gekk eftir. Kaupmennirnir og Martín reru effir ánni í fjóra daga uns þeir komu að byggðum Gueriguerifólksins. Martín dvaldi þar um mánaðarbil þangað til menn nokkrir komu til að skipta mafs fyrir salt, en fyrir Martín borguðu þeir gullörn sem mun hafa verið fimmtán eða tuttugu pesosa virði. Nýi húsbóndinn reri með Martín í eintrjáningi tvær dagleiðir til þorps Pemenómanna sem þeir kölluðu Maracaybo (tengist á engan hátt sam- nefndri borg). Þar dvaldi hann eitt ár og „samdi sig að háttum þeirra, fram- kvæmdi sömu helgiathafnir og þeir, iðkaði sömu siði, enda dirfðist hann ekki að gera annað en fyrir hann var lagt sökum þess að svo var honum boðið og kennt“. Það sama henti Francisco Martín og marga aðra hvíta menn sem urðu indíánar - hann ítrekaði hvað eftir annað að breytingin á honum hefði verið háð örlögum og neyð; tilneyddur gerði hann það sem aldrei hefði hvarflað að honum við eðlilegar kringumstæður. Hann hefði aðeins breytt svo til að bjarga lífi sínu. Fordæmingu félaga sinna og útskúfun óttaðist hann í slíkum mæli og lagði því sérstaka áherslu á afneitun sína á hinum og tryggð við fólk sitt og eigin menningarheim. Nánar sagðist honum svo frá að í fjóra mánuði hefði hann fengið að kúldrast í kofaræksni vegna þess að húsbóndi hans vildi að hann lærði aðferð- ir innfæddra við lækningar. Má vera að eitthvað hafi verið hæft í þessu því að í augum ættbálksins var Martín vissulega sérstakur maður og frábrugðinn þeim, og ekki ólíklegt að þeir héldu hann búa yfir mætti töfralækna. Tveir innfæddir seiðmenn höfðu tekið að sér að uppfræða Martín en hann reyndist tregur til (enda voru þetta galdrar), þannig að lærimeistararnir yfirgáfu hann og húsbóndinn hætti að færa honum mat. Þá neyddist hann til — svo ekki yrði hann hungurmorða — að nema undirstöðuatriði töfralækn- inga indíána, „með þeim hætti... að indíánar litu á hann sem æðsta meistara sinn, og upp frá því dirfðist enginn þeirra að lækna án þess að leita ráða hans fyrst“. Slíkur árangur mun varla hafa náðst hreint óvart eins og Martín lét í veðri vaka, jafnvel þótt aðferðir hans virtust ekki sérlega flóknar eins og 102 fa//, á . jSœydiá - Tímarit þýðenda nr. io / 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.