Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 106
Ricardo Herren
kom síðar í ljós. Það var aðeins fyrir tilviljunarkennda komu sveitarinnar
að hann fékkst frá þorpi sínu og neyddist til að taka aftur upp klæðaburð
hvítra manna og snúa til umdæma þeirra.
5. Enginn kærir sig um svikara
Francisco Martín var fluttur til Coro. Þar hlýtur hann endanlega að hafa
fundið að sá heimur var orðinn honum framandi og að þar vildi hann ekki
búa. Hann saknaði fólks síns, konu sinnar og tveggja barna heima í þorpinu,
ásamt veröld innfæddra sem þau tilheyrðu. Alls þessa saknaði hann vissulega
nú. Indíáninn Paco hafði fest rætur fjarri kalkhvítum húsum sem umluktu
kirkjur, ráðhús og aðaltorg í byggðum Spánverja. „Af Francisco Martín þess-
um get ég sagt að ást hans á konu og börnum var slík að í ánauðinni barm-
aði hann sér og grét sáran. Trúarsiðir og hættir indíána voru svo greyptir í
hann að oft á tíðum iðkaði hann þá óafvitandi meðal Spánverja.“21
Foringja nokkrum, Venegas að nafni, sem Alfinger hafði gert að liðs-
foringja í Maracaibo, hugkvæmdist að færa sér í nyt þekkingu Martíns
til að endurheimta niðurgrafna fjársjóðinn. Hann var sá eini sem var á
lífi úr leiðangri Vascuna og gat vitað hvar pesosarnir sextíu þúsund lágu
grafnir í jörðu, sannkölluð auðæfi í þá daga jafnt sem nú. Venegas lagði
upp með sextíu menn undir leiðsögn Martíns til að freista þess að finna
silkitrefjatréð þar sem fjársjóðurinn var niðurgrafinn. Þeir reikuðu um átta-
villtir uns „þeir rötuðu í jafnrammar villur og Vascuna11.22 Að lokum sann-
færðust þeir um að kennileitin væru með öllu orðin óþekkjanleg eða horfin
í skógarþykkninu.
Upp frá þeim degi hafa allar tilraunir til að endurheimta auðinn farið
á sama veg. Frumskógurinn gleypti þessa sextíu þúsund gullpesosa (sem nú
eru um þriggja milljóna dala virði eða meira en 300 milljóna peseta) líkt og
stóran hluta þeirra sem rændu þeim.
Við endurkomuna til Coro varð Martín altekinn af söknuði og hryggð
og flýði þaðan nótt eina. Hann tók stefnu á land Pemenóa, heim til konu
sinnar, barna og þeirra sem nú voru hans fólk. En teprulegt samfélag Spán-
verja í Coro gat ekki liðið svo óræka sönnun á afneitun, svikum og lið-
hlaupi og því var leitarflokkur sendur þangað sem menn vissu að hann var
niðurkominn.
Þeir fluttu hann hlekkjaðan til baka en honum tókst að flýja áður en
til Coro var komið. Má segja að það hafi verið svanasöngur hans sem frjáls
21 Sama rit.
22 Sama rit.
104
á .90/yy/óá — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006