Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 109

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 109
Tdrin fyrr en ég nam staðar rétt fyrir framan þær. Konan virtist grá og guggin; stúlkan, sem var auðsjáanlega dóttir hennar, hætti að gráta jafnskjótt og hún sá mig. Eg spurði konuna hvers vegna hún væri að gráta. - Ég á enga peninga, sagði hún, - og ég þarf vinnu. Hún þurrkaði tárin. — Ég fór frá manninum því hann lemur okkur alltaf þegar hann dettur í það. Hann drepur mig ef hann finnur okkur. — Hvað kanntu til verka? spurði ég. - Ég kann að elda, herra minn. Ég er nú einu sinni kona. Ég kann líka að þvo og þrífa. Við hliðina á stráhúsinu var auður kofi. Ég sagði að hún gæti dvalið þar um nóttina og ef mér líkaði eldamennska hennar væri hún þar með ráðin. Morguninn eftir þegar ég var búinn að sýna henni áhöldin lagði ég leið mína í bæinn til að leita Agústín uppi og segja honum að ég þarfnaðist ekki lengur aðstoðar hans. En mér var sagt að hann hefði farið út á sjó í morguns- árið ásamt fiskimönnunum og kæmi ekki fyrr en undir kvöld. Ég kom við á pósthúsinu. Engin bréf biðu mín. Þá spurði ég starfsmanninn hvort hann kannaðist við Júlíu, nýju eldabuskuna mína. - Auðvitað þekki ég hana, svaraði hann. — Það þekkja hana allir. Hún vinnur á kránni Tárin. Ef þú vilt fá að vita eitthvað ættirðu að geta fengið upplýsingar þar. Tárakráin reyndist vera matsölustaður nálægt ströndinni þar sem malar- vegurinn endaði. Staðurinn virtist auður þegar ég kom inn, enginn var við afgreiðsluborðið og allir gluggar lokaðir. Ég ætlaði að koma mér út þegar ég heyrði hljóð berast úr einu horninu, rétt eins og þegar vökva er hellt í glas. Ég snerist á hæli og sá þá blökkumanninn brosa. Hann bauð mér sæti um leið og hann sagði: — Má ekki bjóða þér? Ég settist andspænis honum. Hann var að drekka brennivín með salti og sítrónu. Eftir stundarkorn stóð hann upp til að ná í glas og skenkti mér riðandi úr flöskunni. Veitingamaðurinn var ekki kominn á fætur, sagði hann en sjálfur væri hann góðvinur hans. Hann spurði hvaðan mig bæri að og hvað ég væri að gera þarna svona snemma dags. Þegar ég minntist á Júlíu skall risahnefi í borðið og flaskan kastaðist á gólfið. - Hvar er hún? sagði hann og þreif í skyrtuna mína. — Hún er konan mín. Ég bað hann um að sleppa takinu og tók upp flöskuna. Freistinguna gat ég engan veginn staðist og sagði honum hvar Júlía væri niðurkomin en bætti við að hann skyldi ekki gera neitt heimskulegt. I sama mund kom veitingamaðurinn inn. Ég notaði tækifærið, fór út og hraðaði mér að L á - I DAG heyra sönggyðjurnar til þín 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.