Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 111
Tárin
Mér fannst það skylda mín að segja honum hvað ég ætlaðist íyrir.
— Tónlist! hrópaði hann. — Eg er góður dansari en á þeim stað sem ég er
að fara á get ég ekki dansað. Þú mátt ekki halda að ég hafi ekki elskað hana,
jafnvel þótt hún hafi verið eins og hún var. An hennar er ég einskis virði en
sá maður sem leyfir konu sinni að gera hvað sem er er sjálfur ekki annað en
kona. Og hún vildi ekki vinna lengur, þess vegna drap ég hana. En þú, ég
kann vel við þig. Ég skal lofa þér meiri tónlist annað kvöld. Skál fyrir þér!
Ekki veit ég hvaðan hann tók byssuna. Ég tók andköf þegar hann stakk
henni í munninn. Hann glennti upp augun og tók í gikkinn.
Þegar ég var kominn út sá ég hvar veitingamaðurinn nálgaðist með
tvo lögregluþjóna á hælum sér. Þeir stöðvuðu mig ekki og ég tók á rás eftir
ströndinni heim í stráhús.
Þegar ég var að búa mig fyrir líkvökuna hugsaði ég: „Aldrei aftur. Ég
fer með bátnum á morgun.“ Augu mannsins voru sífellt í huga mér. Það
var kominn úði þegar ég hélt af stað. Bænhúsið var fullt af fólki og trumbu-
slátturinn dundi um allt. Ágústín gerði rafgeyminn kláran og við byrjuðum
að taka upp.
Líkkistan var lokuð. Þetta var hvít kista skreytt blómum. Á veggnum
hékk líkneski af heilögum Isidór, upplýst með kertum. Holdmikil kona blá-
klædd stóð við ljósbjarmann og hélt á rauðri bænabók. Trumbuslátturinn
hljóðnaði og konan tók að söngla:
Hlið himinsins lokað og lœst
nema í táranna flóði.
Og söfnuðurinn svaraði:
Hann er í sárum afokkar sorg.
Úr hliðarherbergi, sem var lokað af með tjaldi, barst grátur stúlkubarns.
Ég sneri mér við en þá gerðist nokkuð furðulegt. Dóttir hinnar látnu var
komin inn og jafnskjótt og hún kom auga á mig hljóp hún í áttina til mín.
Hún vafði sér um fætur mína og þegar Ágústín reyndi að losa hana rak
hún upp skaðræðisóp. Ég skipaði honum að fara burt með hana en hún
hélt áfram að veina og þagnaði ekki fyrr en ég tók hana í fangið. Konan
lét aftur bænabókina og trumbuslátturinn upphófst á ný. Stúlkan róaðist
smám saman og féll að lokum í svefn. Endrum og eins opnaði hún augun
og brosti.
Mér tókst ekki að losa mig við hana það sem eftir var nætur. Næsta dag
eftir jarðarförina vék presturinn mér afsíðis og sagði að nú ætti stúlkan alls
engan að, og spurði hvort ég vissi um einhvern sem gæti tekið hana að sér.
k.
ó' I DAG HEYRA SÓNGGYÐJURNAR TIL ÞIN
109