Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 111

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 111
Tárin Mér fannst það skylda mín að segja honum hvað ég ætlaðist íyrir. — Tónlist! hrópaði hann. — Eg er góður dansari en á þeim stað sem ég er að fara á get ég ekki dansað. Þú mátt ekki halda að ég hafi ekki elskað hana, jafnvel þótt hún hafi verið eins og hún var. An hennar er ég einskis virði en sá maður sem leyfir konu sinni að gera hvað sem er er sjálfur ekki annað en kona. Og hún vildi ekki vinna lengur, þess vegna drap ég hana. En þú, ég kann vel við þig. Ég skal lofa þér meiri tónlist annað kvöld. Skál fyrir þér! Ekki veit ég hvaðan hann tók byssuna. Ég tók andköf þegar hann stakk henni í munninn. Hann glennti upp augun og tók í gikkinn. Þegar ég var kominn út sá ég hvar veitingamaðurinn nálgaðist með tvo lögregluþjóna á hælum sér. Þeir stöðvuðu mig ekki og ég tók á rás eftir ströndinni heim í stráhús. Þegar ég var að búa mig fyrir líkvökuna hugsaði ég: „Aldrei aftur. Ég fer með bátnum á morgun.“ Augu mannsins voru sífellt í huga mér. Það var kominn úði þegar ég hélt af stað. Bænhúsið var fullt af fólki og trumbu- slátturinn dundi um allt. Ágústín gerði rafgeyminn kláran og við byrjuðum að taka upp. Líkkistan var lokuð. Þetta var hvít kista skreytt blómum. Á veggnum hékk líkneski af heilögum Isidór, upplýst með kertum. Holdmikil kona blá- klædd stóð við ljósbjarmann og hélt á rauðri bænabók. Trumbuslátturinn hljóðnaði og konan tók að söngla: Hlið himinsins lokað og lœst nema í táranna flóði. Og söfnuðurinn svaraði: Hann er í sárum afokkar sorg. Úr hliðarherbergi, sem var lokað af með tjaldi, barst grátur stúlkubarns. Ég sneri mér við en þá gerðist nokkuð furðulegt. Dóttir hinnar látnu var komin inn og jafnskjótt og hún kom auga á mig hljóp hún í áttina til mín. Hún vafði sér um fætur mína og þegar Ágústín reyndi að losa hana rak hún upp skaðræðisóp. Ég skipaði honum að fara burt með hana en hún hélt áfram að veina og þagnaði ekki fyrr en ég tók hana í fangið. Konan lét aftur bænabókina og trumbuslátturinn upphófst á ný. Stúlkan róaðist smám saman og féll að lokum í svefn. Endrum og eins opnaði hún augun og brosti. Mér tókst ekki að losa mig við hana það sem eftir var nætur. Næsta dag eftir jarðarförina vék presturinn mér afsíðis og sagði að nú ætti stúlkan alls engan að, og spurði hvort ég vissi um einhvern sem gæti tekið hana að sér. k. ó' I DAG HEYRA SÓNGGYÐJURNAR TIL ÞIN 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.