Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 115
Höfundar ogþýðendur
meðal indíána á tímum landafundanna en saga þessa fólks hefur ekki verið skráð áður.
Aðalheimildir hans eru spænskar krónikur, þ.e. rit annála- og sagnaritara frá 16. og 17. öld.
í bókinni nýtir hann sér texta þeirra og vitnar í þá, en hefur Iagað þá að nútíma spænsku
og fléttar saman við eigin frásögn. Kaflinn um töfralækninn Francisco Martín er annar
kafli bókarinnar.
Rolf Jacobsen (1907—1994, Hugleiiíingar við hlustun á radíóteleskóp, bls. 54) var ljóðskáld
í Hamar í Noregi þar sem hann vann við dagblað og bókaverslun 1935—1971 eftir að hafa
lagt að baki 4-5 ára nám í sögu, heimspeki og norsku. Hann var einn af fyrstu módern-
istunum í norskri ljóðagerð. Borgin og tæknin voru honum hugstæð viðfangsefni. Fyrsta
Ijóðabók hans var Jord ogjern (1933), en sú síðasta sem kom út meðan hann lifði var Alle
mine dikt (1990). Verk hans hafa komið út á 23 tungumálum, þar á meðal íslensku. Sjá
ljóðaþýðingar Hannesar Sigfússonar í Tímariti Máls og menningar 1969; 30 (3.-4. h.) bls.
283-286 og Bréf til birtunnar, ljóðaúrval í þýðingu Hjartar Pálssonar 1991.
Jón Bjarni Atlason (f. 1971, „Glöðskulum baði við brottsíðan halda brennandi ífaðmlögum
loftvegu kalda...", bls. 24), lektor í íslensku við háskólann í Vínarborg. Þýddi Versuch die
Metamorphose der Pflanzen zu erkláren eftir Goethe (Tilraun til að skýra myndbreytingu
plantna, Berlín 2002).
Kristín Guðrún Jónsdóttir (f. 1958, TöfraUknirinn Francisco Martín bls. 95, Tárin bls.
106). Doktor í spænsku og rómönsk-amerískum fræðum. Stundakennari við spænskudeild
Háskóla Islands.
Margarethe Lehmann-Filhés (1852-1911, Lied an Sigrún bls. 41) gekk í kvennaskóla í
Berlín og fékk að námi loknu einkakennslu í ýmsum greinum vísinda, einkum stærð-
fræði og málfræði. Allt frá barnæsku hafði hún mikinn áhuga á norrænum fræðum og
lærði bæði dönsku og íslensku. Hún þýddi úrval af þjóðsögum Jóns Árnasonar á þýsku
og kom það út í tveimur bindum 1889 og 1901. Árið 1894 lét hún prenta þýðingar sínar á
nokkrum íslenskum kvæðum ásamt æviágripum skáldanna (Proben Islándischer Lyrik).
Hún kynntist spjaldvefnaði á dönsku minjasafni og ritaði síðar grundvallarrit um þennan
næstum gleymda heimilisiðnað, Ober Brettchenweberei (1901), um 60 síður í stóru broti
með 82 myndum.
Denise Levertov (1923-1997, Tré segir frá Orfeifi, bls. 80) fæddist í Englandi, vann sem
hjúkrunarkona í Lundúnum í stríðinu og fluttist til Bandaríkjanna 1948 þar sem hún
bjó með eiginmanni og syni til dauðadags. Hún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum, var
virkur femínisti og skipaði sér í raðir mótmælenda Víetnamstríðsins og síðar kjarnorkuvíg-
búnaðarins. Hún gekk svo langt að fullyrða að listamenn yrðu að vera pólitískt virkir og
mörg Ijóða hennar frá sjöunda og áttunda áratugnum bera þess merki. Fyrir utan eigin
ljóðagerð skrifaði Levertov mikið um sköpunarferli og fagurfræði nútíma ljóðlistar auk
113
á . jSeeyálá - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN