Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 21
Astrdður Eysteinsson
Magnús Ásgeirsson ogAðventa
i
I minningarorðum um Magnús Asgeirsson árið 1955 - en þau voru síðar
einnig birt sem formáli að ljóðasafni Magnúsar — farast Ragnari Jónssyni
í Smára svo orð: „Eg get aldrei varizt þeirri tilfinningu, að íslenzk list hafi
beðið eitt sitt mesta áfall er M. A. gerðist ljóðaþýðari í stað þess að helga
sig óskiptur sínu ríka listamannseðli, gefa sköpunarhæfileikum sínum fullt
frelsi og ótakmarkað lífsrúm.1'1
Ragnar skrifar fallega og heiðarlega um vin sinn og samferðamann, en
ég finn mig knúinn til að andæfa þessu viðhorfi, sem örlar á annað veifið í
umræðu um þýðingar og skáldskap. Vissulega má segja að frumortu ljóðin
í bókinni Síðkveld (1923) gefi fyrirheit um að þetta skáld, liðlega tvítugt,
hefði getað náð langt. En „hefði“ er rangt orð, því að hann náði raunar
mjög langt. Það gerði hann öðru fremur með ljóðaþýðingum sínum og ég
hef grun um að það séu þau stórvirki sem vekja þanka um þennan hugsan-
lega feril Magnúsar sem frumyrkjandi skálds. Þar er jafnframt hlaupin
skekkja í matið því að það að þýða er ekki það sama og að frumsemja. Þessi
munur hefur alla jafna verið notaður þýðingum í óhag. Það hefur löngum
þótt léttvægara að vera góður þýðandi en að vera gott frumyrkjandi skáld.
Ég held að við gætum í rauninni allt eins tregað það að vissir rithöfundar
skuli ekki hafa þýtt meira en frumsamið minna — en það gerum við ekki
vegna hins landlæga (eiginlega hnattræna) vanmats á þýðingum og gildi
þeirra.
Það hefur í rauninni þurft gríðarleg afrek til að öðlast bókmenntalega
viðurkenningu fyrst og fremst sem þýðandi. Þótt Island hafi átt marga
1 Ragnar Jónsson: „Magnús Ásgeirsson (1901-1955)“, í: Magnús Ásgeirsson: Ljóðasafn I,
ritstj. Anna Guðmundsdóttir og Kristján Karlsson, Reykjavík: Helgafell 1975, s. XV-XX,
hér s.XVII.
á .dSay/'-já — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
19