Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 66
Ef nockurstadar er þorf á ad rita um Utleggíngar úr framandi túngu-
málum, er þad á þessum tímum hér á Islandi, því menn sjá daglega,
ad hvorr einn, sem þykist skilja 2 túngumál, þykist og vera hentugur
útleggjari, hvad þó er þad erfidi, sem þeir álitlegustu og lærdustu menn, jafn-
vel á Fracklandi og Englandi, ecki nema med skjálfandi penna, hafa sér fyrir
hendur tekid. Vor á medal er þad ordid hjá morgum hvorsdags verk, því ef
vér viljum spyrja úngmenni, sem nýlega eru dimitteradir úr skola, ad: hvort
þeir treysti sér til ad útleggja einhvorja bóks mundu þeir hlæja ad þessháttar
spurníngu, og halda hana ónaudsynlega, hvad þeir þó ecki mundu gjora, ef
þeir hugleiddu þvílíks erfidis vandhæfni, og litu eptir því, ad á medal ótal
útlegginga, finnast ad eins fáeinar, sem lærdir menn hafa med ánægju lesid.
Nockrir taka til ad útleggja bækur, ádur en þeir skilja túngumálid til gagns;
þeim ættu Yfirvoldin ad fyrirbjóda þad; adrir skilja ad sonnu túngumálid,
en athuga ecki, og máské vita ecki þær reglur, sem gódur útleggjari á ad hafa
gát á; þeir menn þurfa undirvísunar. Þær yfirsjónir, sem skémma, eru ým-
islegar: nockrir binda sig svo fast vid adalritid, ad útleggíngin verdur ecki
vel skiljanleg; adrir hugsa sér einúngis ad ná meiníngunni, ok taka sjálfum
sér, vid útleggínguna, ofmikid leyfi; þar af orsakast, ad menn á stundum,
í þvílíkri útleggíngu, fá ad lesa þad, sem ecki er ad finna í Rithofundsins.
Gódur útleggjari á ad þræda medalveginn í þessu, og víkja ecki frá upphafs-
ritinu, nema í þeim orda-tiltækjum, sem gagnstæd verda annars túngumáls
eginlegleika; því sá ordsháttur, sem er prýdilegur og snotur í einu máli, er
til ósóma í odru. Ad þessu gæta þó ecki sumir útleggjarar, og þess vegna,
med því ad hnoda saman eitt málfærid eptir odru, orsaka, ad þau ágætustu
og snotrustu rit verda til adhláturs útlogd.
Eg vildi nú ad heilum huga óska, ad vorir gomlu Biblíu útleggjarar hefdu
hugleidt þetta, og ecki þvíngad útleggíngar sínar, sem þeir á vort túngumál
gjort hafa, eptir Austurlandanna þjóda orda-tiltæki, því menn hafa lesid,
ad nockrir hyrdulausir gudleysíngjar hafa tekid sér orsok af því, til ad hæd-
ast ad helgra Ritnínga orda-tiltæki, sem hjá oss nú á þessari old, ecki á ad
brúkast, edur í voru máli; þad sýnist ecki heldur ad hlýda til meiníngarinn-
ar, lætur og mjog óvidkunnanlega í Nordurálfunnar innbúa eyrum, og eru
64
fyí'w á Jföay-áá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008