Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 72
Alexander Blok
Fótatak foringjans
Fyr dyrum hangir tjaldið þunga, þétta,
en þoka nætur grúfir bakvið glugginn.
Og hvað er nú af frelsi leiðu að frétta,
finnst þér, Don Juan, þú bera kennsl á ugginn?
Auð og köld er rekkjan ríkmannlega,
í rökkurkyrrð er þjónaliðið sefur.
I órafirrð með annarlegum trega,
í ókunnu landi haninn galað hefur.
Hví skyldi hrappur gleðja sig við glauminn?
Hans glas er tómt, taldar lífsins stundir.
Nú sefur donna Anna, horfin inn í drauminn
Á donnu brjósti hvíla lúnar mundir ...
Hvers svip má líta sveipast bliki hörðu
svo grimm af spegli ógn frá honum stafar?
Anna, Anna, er sætt að sofa í jörðu?
Og sælt að dreyma þarna handan grafar?
Tómt er lífið, botnlaust, brjálað, gelt!
Berjast nú skalt þú, gamli örlögráður!
En úti í hríðinni ómar andsvar hvellt,
ástfanginn lúður gellur sigurbráður ...
Sem þjóti ugla í niðamyrkri um nótt
með neistaflugi ekur bíll í hlað.
Til hússins stikar þungum fetum fljótt
foringinn og gengur inn í það ...
70
á ./íwyáá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008