Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 84

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 84
Kendra Willson Ég bið að heilsa Jónas Hallgrímsson (birt 1844) I Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, x'x'x'x'x'x 2 á sjónum allar bárur smáar rísa x'x'x'x'x'x 3 og flykkjast heim að fögru landi Isa, x'x'x'x'x'x 4 að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. x'x'x'x'x'x 5 Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum X'x'x'x'x'x 6 um hæð og sund í drottins ást og friði; x'x'x'x'x'x 7 kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði, 'xx'x| 'x'x'x 8 blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum. 'xx'x|'x'x'x 9 Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer 'xx'x| 'x'x' 10 með fjaðrabliki háa vegaleysu x'x'x'x'x'x 11 í sumardal að kveða kvæðin þín! x'x'x'x'x' 12 Heilsaðu einkum ef að fyrir ber 'xx'x|'x'x' 13 engil með húfu og ranðan skúf, í peysu; 'xx'xx'x'x'x 14 þröstur minn góður! það er stúlkan mín. 'xx'x| 'x'x' Þetta er fyrsta Petrarca-sonnetta ort á íslensku og líklegast fyrsta íslenska sonnettan yfir höfuð (Helgi Hálfdanarson 1993:13). Rímmynstrið er ABBA ACCA dEf dEf sem er tilbrigði við ítölsku sonnettuna. I hinni klassísku ítölsku sonnettu er rímmynstrið í fyrri hluta ABBA ABBA, en nokkur önnur íslensk skáld munu hafa tekið upp þessi tilbrigði eftir Jónasi sem hina íslensku sonnettu. Helgi Hálfdanarson segir „að sú formbreyting sé til mikillar prýði“ (1993:13). Enginn af þýðendunum þremur hefur þó haldið rímmynstrinu óbreyttu eins og fram kemur hér að neðan. Rímið er alls staðar fullkomið (þ.e.a.s. ekki hálfrím). Hrynjandin er slétt og mjög reglulegur jambískur fimmliðaháttur. I 7., 8., 9., 12. og 14. vísuorði er fyrsti bragliður viðsnúinn og setningaskil og því braghvíld eftir 5. atkvæði. Jafnvel tilbrigði við grunnhrynjandi eru regluleg. Eina línan sem sýnir frávik frá ofannefndum tveimur mynstr- um er 13., sem byrjar á tveimur réttum þríliðum (daktylum) í stað jamba. Þessi breyting á hrynjandinni dregur athygli að þessari línu sem mun vera hápunktur Ijóðsins; Helgi Hálfdanarson bendir á, „hvernig kvenlínan með amfíbrakkann í línulok gælir við engilinn með húfuna“. Og er þá fátt eitt talið af snilldarbrögðum þessa dýrlega ljóðs.“ (1993:13-14) 82 á .ffiœadiá — Tímarit um þýðingar nr 12 / 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.