Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 84
Kendra Willson
Ég bið að heilsa
Jónas Hallgrímsson (birt 1844)
I Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, x'x'x'x'x'x
2 á sjónum allar bárur smáar rísa x'x'x'x'x'x
3 og flykkjast heim að fögru landi Isa, x'x'x'x'x'x
4 að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. x'x'x'x'x'x
5 Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum X'x'x'x'x'x
6 um hæð og sund í drottins ást og friði; x'x'x'x'x'x
7 kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði, 'xx'x| 'x'x'x
8 blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum. 'xx'x|'x'x'x
9 Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer 'xx'x| 'x'x'
10 með fjaðrabliki háa vegaleysu x'x'x'x'x'x
11 í sumardal að kveða kvæðin þín! x'x'x'x'x'
12 Heilsaðu einkum ef að fyrir ber 'xx'x|'x'x'
13 engil með húfu og ranðan skúf, í peysu; 'xx'xx'x'x'x
14 þröstur minn góður! það er stúlkan mín. 'xx'x| 'x'x'
Þetta er fyrsta Petrarca-sonnetta ort á íslensku og líklegast fyrsta íslenska
sonnettan yfir höfuð (Helgi Hálfdanarson 1993:13). Rímmynstrið er ABBA
ACCA dEf dEf sem er tilbrigði við ítölsku sonnettuna. I hinni klassísku
ítölsku sonnettu er rímmynstrið í fyrri hluta ABBA ABBA, en nokkur
önnur íslensk skáld munu hafa tekið upp þessi tilbrigði eftir Jónasi sem
hina íslensku sonnettu. Helgi Hálfdanarson segir „að sú formbreyting sé til
mikillar prýði“ (1993:13). Enginn af þýðendunum þremur hefur þó haldið
rímmynstrinu óbreyttu eins og fram kemur hér að neðan. Rímið er alls
staðar fullkomið (þ.e.a.s. ekki hálfrím).
Hrynjandin er slétt og mjög reglulegur jambískur fimmliðaháttur. I
7., 8., 9., 12. og 14. vísuorði er fyrsti bragliður viðsnúinn og setningaskil
og því braghvíld eftir 5. atkvæði. Jafnvel tilbrigði við grunnhrynjandi eru
regluleg. Eina línan sem sýnir frávik frá ofannefndum tveimur mynstr-
um er 13., sem byrjar á tveimur réttum þríliðum (daktylum) í stað jamba.
Þessi breyting á hrynjandinni dregur athygli að þessari línu sem mun vera
hápunktur Ijóðsins; Helgi Hálfdanarson bendir á, „hvernig kvenlínan með
amfíbrakkann í línulok gælir við engilinn með húfuna“. Og er þá fátt eitt
talið af snilldarbrögðum þessa dýrlega ljóðs.“ (1993:13-14)
82
á .ffiœadiá — Tímarit um þýðingar nr 12 / 2008