Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 86
Kendra Willson
notuð markvisst á sama hátt. Hálfrím kemur tvisvar fyrir („rise“ — „ice“ 1.
2-3; „groves" — „loves“ 1. n-14).
I þessari þýðingu er mikil en mjög óregluleg stuðlun — e.t.v. svipað og
væri hægt að finna í miðensku. Kirkconnell virðist hafa fylgt stefnu Raffels
og viljað gefa til kynna að stuðlun skipti máli án þess þó að reyna að fara
eftir íslenskum bragreglum (1989:140).4
Annað stílbragð sem gefur til kynna framandi eiginleika frumtextans
er notkun samsettra orða, þ.á m. nokkurra samsetninga sem munu vera
hapax legomena („forelands" 4, „home-folk“ 5). Einkennilegt er að „home-
folk“ er ekki þýðing á slíkri samsetningu í íslensku heldur á frasanum
„öllum heima“, kannski hefur þekking Kirkconnells á íslenskum samsetn-
ingarstíl og orðinu „heimamenn“ haft áhrif á orðavalið. „Fósturjörð“ er
í íslensku mun kunnugra og eðlilegra orð en „forelands“ sem mér finnst
torskilið. Ringler hefur sagt að frjó notkun samsetninga sé stílfræðilegt
einkenni í íslensku og fornensku sem ekki sé hægt að endurgera í nútíma-
ensku (20073,b). Andstætt Ringler fyrnir Kirkconnell mál sitt eitthvað
(»ye“, „thy“, ,,twain“).
I formála bókarinnar útskýrir hann að hann hafi lagt meiri áherslu á
að gera þýðingarnar læsilegar frekar en bókstaflegar eða bragréttar.
[T]he aim throughout has been to provide translations which might
furnish pleasure and interest for the general reader. The book has not
been prepared for a handful of specialists nor as a “crib” for elementary
students straining over the originals. It is designed primarily to give the
average reader a sympathetic knowledge of Icelandic poetry as poetry.
[...] The most rigid requirements of the Icelandic metres and idioms have
occasionally been relaxed where their enforcement tended to produce
wooden distortions of language that were neither English nor poetry
(Kirkconnell 1930:4)
Lesandinn verður sjálfur að dæma, hvort Kirkconnell hafi tekist að búa til
„English poetry“.
5.2 Jakobína Johnson (1930)
Hin eldri þýðingin er eftir Jakobínu Johnson, sem fluttist frá Islandi til
Kanada sex ára. Þessi þýðing birtist í tvítyngdri útgáfu: Islenzk ljóð:frumkvœði
4 Kirkconnell hefur lítinn áhugaáíslenskri bragfræði, sbr. dóm hans um örlögdróttkvæðanna:
„It is little wonder that the Icelandic court poetry, shackled by the punctilium of an arbitrary
metre and weighed down by fantastic conventionalities of diction, rarely attained any
freedom of movement and finally died of creeping paralysis." (Kirkconnell 1930:12)
84
á .iSæadiá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008