Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 103
Mikhaíl Búlgakov
Ævintýri Tsjitsjikovs
Sögukvæði í tíu greinum með formála og eftirmála
„Stoppaðu, stoppaðu fíflið þitt!“ öskraði Tsjitsjikov á Selífan.
„Þú skalt fá að kenna á breiðsverðinu mínu!“ öskraði
riddaraliði með álnarbreitt yfirvaraskegg. Hann kom á
harðastökki á móti þeim. „Djöfúllinn hirði þig, sérðu ekki að
þetta er opinber vagn.“
Formáli
Furðulegur draumur ... þetta var eins og í ríki skugganna, fyrir ofan inn-
gang þar sem sindraði á óslökkvandi íkonlampa áletrunin: „Dauðar sálir“.
Háðfuglinn Satan lauk upp dyrunum, helheimar fóru að iða og út lötraði
endalaus halarófa.
Manilov í vetrarfrakka úr bjarndýraskinni, Nozdrjov á hestakerru ein-
hvers annars, Derzhímorda á Brunahana, Selifan, Petrjúshka, Fetinja ...
En síðastur allra lagði hann af stað, Pavel Ivanovitsj Tsjitsjikov, á sínum
viðfræga léttivagni.
Allur skarinn lagði af stað til að Sovét-Garðaríkis, og þar áttu sér svo
stað makalausir atburðir, en hvers konar, frá því verður sagt í eftirfarandi
liðum.
I
I Moskvu færði Tsjitsjikov sig úr léttivagninum í bíl og flaug í honum eftir
holóttum götum Moskvuborgar og bölvaði um leið Gogoli ókvæðisorðum:
- Megi þetta örverpi andskotans fá blöðrur undir bæði augun á stærð
á — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
IOI