Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 106
Mikhaíl Búlgakov — Níels Rúnar Gíslason
að selja bæði úrfestina og úrið sitt. Og mikið rétt, á honum var hvorki úr
né úrfesti. En Nozdrjov var ekki gugginn. Hann sagði frá heppni sinni í
lottóinu, þegar hann vann hálfpund af matarolíu, lampagler og skósóla
undir barnastígvél, en síðan frá óheppni sinni, djöfullinn sjálfur, þegar
hann lagði fram 600 milljónir frá sjálfum sér. Hann sagði frá því hvernig
hann hafði stungið uppá við Vneshtorg að senda til útlanda heilan farm
af kákasusrýtingum. Sem þeir gerðu. Og hann hefði grætt formúu ef ekki
hefði verið fyrir þessa ensku drjóla, sem tóku eftir að á rýtingunum stóð
áletrun: „Meistari Savelij Síbírjakov“, og höf nuðu þeim sem gallavöru.
Hann dró Tsjitsjikov upp á herbergi til sín og gaf honum stórvel í staup-
inu, og átti það að vera konjak, sem hann sagðist fá frá Frakklandi, þó af
því mætti samt glöggt merkja landabragð í öllu sínu veldi. Að lokum var
hann farinn að ljúga svo glæfralega að hann taldi mönnum trú um að
honum hafi verið afhent nær áttahundruð álnir af vefnaðarvöru, ljósblá
gullbrydduð bifreið og vistunarbréf uppá húsnæði í súlnahöll. En þegar
mágur hans, Mizhújev, lét í ljósi efasemdir, þá bölvaði Nozdrjov honum,
og kallaði hann ekki Sófroníus heldur pöddu.
I fáum orðum sagt, þá leiddist Tsjitsjikov svo mikið að hann vissi bara
ekki hvernig hann gæti forðað sér hið snarasta.
En sögur Nozdrjovs leiddu huga hans að því að leggja sjálfur fyrir sig
utanríkisverslun.
IV
Sem hann og gerði. Og aftur íyllti hann út eyðublað, tók til starfa og sýndi
sig í fullum skrúða. Hann flutti hrúta yfir landamærin í tvöföldum gæru-
skinnsúlpum, en undir úlpunum voru blúndur frá Brabant. Hann ók með
demanta í dekkjunum, í vagnstöngunum, í eyrunum og guð má vita hvar.
Og innan örskamms stóð hann uppi með um fimmhundruð appels-
ínur fjár.
En hann var hvergi nærri hættur, heldur sendi umsókn til viðeigandi
aðila þess efnis að hann vildi taka á leigu eitthvert fyrirtæki, og dró upp með
fágætum litum mynd af þeim ávinningi sem ríkið mundi af þessu hafa.
Á ríkisskrifstofunum göptu munnar hreinlega af undrun — væntanleg-
ur arður var svo sannarlega geysimikill. Þeir vildu fá uppgefið hvar fyr-
irtækið væri til húsa. Að sjálfsögðu. A Tverskajabreiðgötu, beint á móti
Strastnojklaustrinu, yfir götuna og kallast „Minnpúss á Tverbreiðunni“.
Þeir sendu fyrirspurn á viðeigandi stað, um hvort þar væri í raun slíkt fyr-
irbrigði. Og svarið var:
— Svo er og það veit öll Moskva.
104
e/ . /3r/y/-iá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008