Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 108
Mikhaíl Biílgakov — Níels Rúnar Gíslason
Þeir fóru aftur uppí stofnun.
Þar var spurt:
— Jæja, og hvað svo?
Emeljan bandaði bara hendinni frá sér.
— Það er, segir hann, ólýsanlegt!
— Jæja, fyrst það er ólýsanlegt, látið hann þá fá n + i milljarð.
V
Eftir því sem fram liðu stundir lá framabraut Tsjitsjikovs upp í svimandi
hæðir. Hvað maðurinn baukaði var ofar öllum skilningi. Hann stofnaði
samsteypu um vinnslu járns úr viðarsagi og fékk lán út á það líka. Hann
gerðist hluthafi í risastóru samvinnufélagi og fæddi alla Moskvuborg á puls-
um úr kjöti af sjálfdauðu. Oðalsfrúin Korobotjska, eftir að hafa heyrt að í
Moskvu væri nú „allt leyfilegt“, óskaði nú að komast yfir fasteign; Tsjitsjikov
gekk til liðs við Zamúkhrishkin og Uteshítelnij, og seldi henni reiðhöllina,
sem stendur beint á móti háskólanum. Hann tók að sér að rafvæða Moskvu,
en út úr henni kæmistu hvergi þó þú hlypir á harðastökki í þrjú ár, og þegar
hann hafði sett sig í samband við fyrrverandi borgarstjóra, þá klambraði
hann upp einhverskonar girðingu og stillti upp merkistaurum svo það liti
út fyrir að vera hluti af skipulagi. En um peningana sem voru veittir til raf-
væðingarinnar skrifaði hann, að ræningjaflokkar kapteins Kopeikins hefðu
stolið þeim frá honum. I stuttu máli sagt, þá gerði hann kraftaverk.
Brátt tók sú sögusögn að gjalla um alla Moskvu að Tsjitsjikov væri
biljónamæringur. Stofnanir byrjuðu að hremma hann til sín í sérfræðiráð-
gjöf, og bitust um hann. Tsjitsjikov var nú þegar búinn að leigja sér fimm
herbergja íbúð á fimm milljarða, nú orðið snæddi Tsjitsjikov hádegis og
kvöldmat á veitingastaðnum „Imperium“.
VI
En skyndilega sigldi allt í strand.
Eins og Gógol hafði réttilega spáð fyrir var það Nozdrjov er steypti
Tsjitsjikov í glötun, hinsvegar gerði Korobotjska útaf við hann.
An þess að hafa viljað gera honum nokkurn óleik, heldur einfaldlega
í ölæði á skeiðvellinum, þá blaðraði Nozdrjov bæði frá viðarsaginu og frá
því að Tsjitsjikov hafi tekið á leigu fyrirtæki sem ekki voru til. Ollu þessu
lauk hann svo á þeim orðum, að Tsjitsjikov væri skúrkur og hann mundi
láta skjóta hann.
106
á . j9tvy/-iá — Tímarit um þýðingar NR. 12 / 2008