Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 111
Ævintýri Tsjitsjikovs
VIII
Fingri var ýtt á bjölluhnapp.
- Boðbeli.
Dyrnar opnuðust og við blasti Petrúshka. Hann var nú löngu farinn
frá Tsjitsjikov og búinn að taka við starfi sendiboða á ríkisskrifstofu.
- Takið við þessum böggli tafarlaust og leggið tafarlaust af stað.
Petrúshka sagði:
— Skal gert, herra.
Hann tók böggulinn tafarlaust, lagði tafarlaust af stað og týndi hon-
um tafarlaust.
Þau hringdu í bílskúrinn til Selifans.
- Bíl. Undir eins.
— Strax.
Selifan tók kipp, breiddi hlýjar buxur yfir vélina, snaraði sér í blússu,
stökk uppí sætið, blístraði, bíbaði og flaug af stað.
En hver er sá Rússi, sem ekki elskar þeysireið?
Selifan unni henni líka og neyddist því, beint fyrir framan innreiðina
að Ljúbjönku, til að velja á milli sporvagns og búðarglugga úr speglagleri. A
örskotsstundu kaus Selifan hið síðarnefnda, vék sér undan sporvagninum,
og veinandi „Hjálp!“ keyrði hann eins og hvirfilvindur inn um gluggann.
Þá brást jafnvel Tentétníkov þolinmæði, þann sem stjórnaði öllum Se-
lifönum og Petrúshkum:
- Rekið þá báða til svínanna!
Báðir voru þeir reknir og sendir uppá vinnumiðlun. Þaðan voru skip-
aðar eftirfarandi mannabreytingar: í stað Petrúska kom Proshka hans
Pljúskhíns, í stað Selifans kom Grigorij Farðu-þangað-sem-þú-ekki-kemst.
En á meðan hélt áfram að krauma í málasúpunni.
— Skjalið um fyrirframgreiðsluna!
— Gjörið svo vel.
- Biðjið Ivan Oþveginn að koma.
Ekki var unnt að verða við þeirri beiðni. Fyrir um tveimur mánuðum
hafði hann verið rekinn úr Flokknum, en hann hafði líka rekið sjálfan
sig frá Moskvu strax eftir það, enda nákvæmlega ekkert þar fyrir hann að
gera.
- Ivar Krukkufés?
Hann fór lengst út í krummaskuð að leiðbeina Sýslunefnd.
Þá tóku þau til við Jelísavetu Spör. Hér er engin slík! Hér er, að vísu,
vélritunardaman Jelísaveta, en hún er ekki Spör. Hér má finna Spör, hjálp-
armann staðgengils undirritara aðstoðarútibússtjórans ... en hann er eng-
in Jelísaveta!
á — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
109