Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 112
Mikhaíl Búlgakov — Níels Rúnar Gíslason
Þau hengdu sig á vélritunardömuna.
— Eruð það þér?
- Ég held nú síður? Af hverju er það ég? Hér stendur Jelízaveta með
setu, en hva eins og ég sé einhver seta? Þvert á móti ...
Svo brast hún í grát. Þau létu hana í friði.
En á meðan þau bjástruðu enn við Spör, lét lögmaðurinn Samosvístov
Tsjitsjikov vita af því, að málin væri komin í háaloft og að sjálfsögðu lét
Tsjitsjikov jörðina gleypa sig.
Og til einskis keyrðu þau bílnum upp að húsinu sem upp var gefið:
þegar beygt var til hægri fannst að sjálfsögðu alls engin upplýsingaskrif-
stofa, þar var hinsvegar yfirgefið og niðurnítt mötuneyti fyrir almenning.
Á móti komufólkinu steig út skúringakonan Fetinja og sagði „Hér er eng-
inn, neibb“.
Þarna rétt hjá, þegar beygt var til vinstri, fundu þau að vísu upplýs-
ingaskrifstofu, en þar sat engin liðsforingjafrú heldur einhver Podstéga
Sídorovna, og vitaskuld gefur það auga leið að fyrir utan að vita ekki heim-
ilisfang Tsjitsjikovs, þá vissi hún ekki einusinni hvar hún bjó sjálf.
IX
Þá fylltust allir örvæntingu. Málið var komið í svo mikla bendu að djöfull-
inn sjálfur hefði ekki haft neinn smekk fyrir því. Leigubrask fyrirtækisins
sem aldrei var til ruglaðist saman við viðarsagið, brabantísku blúndurnar
við rafvæðinguna, húsakaup Korobotjsku við demantana. Nozdrjov var í
ljótum málum, jábróðirinn Emeljan Sauður og Antoshka Utanflokksþjófur
reyndust báðir viðriðnir málin. Svo uppgötvaðist einhverskonar pana-
mastráhattur sem í voru skömmtunarseðlar Sobakjevitsj. Og þá varð sko
uppi fótur og fit í allri sveitinni!
Samosvístov vann baki brotnu og blandaði í einn stóran hrærigraut
bæði ferðalögum í tengslum við einhverjar kistur og máli sem snerti falsaða
ferðareikninga til risnu (við þetta eitt virtist unnt að bendla allt að fimm-
tíuþúsund manns) og fleiru og fleiru. Snöggt að segja, mátti fjandinn vita
hvað hafði gengið í garð. En þeir sem höfðu látið skrifa burt miljarða fyrir
framan nefið á sér, og þeir sem áttu að hafa uppi á peningunum, æddu
fram og aftur í skelfingu, í augsýn var aðeins ein ótvíræð staðreynd: Millj-
arðarnir voru hér, en hurfu.
Loks stóð upp einhver karl sem hét Mitjaj og sagði:
- Einmitt það, lagsmenn ... við komumst greinilega ekki hjá því að
skipa í rannsóknarnefnd.
no
á . — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008