Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 113
Ævintýri Tsjitsjikovs
X
Og einmitt þá (nokkuð sem mann dreymir ekki) skaust ég fram eins og
einhver guð á bíl, og sagði:
- Látið mig um þetta.
Þau svöruðu steinhissa:
— En þér ... hérna ... eruð fær um það?
Og ég svaraði:
- Verið alveg róleg.
Menn hikuðu ögn. En svo - með rauðu bleki: „Ráðinn til verksins“.
Hófst ég þá handa (aldrei í lífinu hafði mig dreymt ánægjulegri
draum!)
Til mín flugu úr öllum áttum, þrjátíuog-fimmþúsund vélhjólamenn.
- Er eitthvað sem þér þarfnist?
En ég svara þeim:
— Ég óska mér einskis. Gerið engan stans á ykkar starfi. Eg veld þessu
sjálfur. Aleinn.
Eg þandi lungun, fyllti þau lofti og gargaði svo að rúður skulfu.
- Komið með Ljapkin-Tjapkin til mín! Strax! Komið honum í sím-
ann!
- Þannig er nú, að ómögulegt er að ná í hann ... síminn er bilaður.
- A-ha! Bilaður! Er snúran slitin? Svo hún dangli nú ekki í lausu lofti
til einskis, skal hengja hana um háls þess er frá skýrir!!
Almáttugur! Hvaða ósköp voru byrjuð?
— Afsakið herra ... hvað eruð þér, herra ... á ... hehe ... stundinni ...
Hey! Iðnaðarmenn! Símavír! Þetta verður lagað.
Á augabragði löguðu þeir símann og réttu mér.
Og áfram andskotaðist ég:
- Tjapkin? Hann er ú-úrþvætti! Ljapkin? Grípið hann, sótraftinn!
Komið með listana! Hvað? Ekki tilbúnir? Utbúið þá á fimm mínútum, eða
lendið ella sjálf á listum yfir þá dauðu! Hve-hva-hver er þetta?! Konan hans
Manilovs, er hún bókari? Fleygið henni út! Ulinka Betrísheva, er hún nú
vél-ritunardama? Ut með’ana! Sobakjevitsj? Grípið hann! Er ófétið hann
Murzofejkín í vinnu hjá ykkur? Shúller Uteshítelnij? Grípið þá!! Og þann
sem skipaði þá — hann líka! Hremmið’ann! Og hann! Og þennan þarna!
Og þennan! Burt með Fetinju! Trjapitskín skáld, Selífan og Petrúshka,
uppá bókhaldsdeild með þá! Nozdrjov oní kjallara ... undir eins! Eins og
skot! Hver skrifaði undir skýrsluna? Færið mér’ann, hundspottið!! Þó hann
liggi á hafsbotni!!
Þrumugnýr gekk yfir helvíti.
á Jffr/yáá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
iii