Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 114
Mikhaíl Búlgakov — Níels Rúnar Gislason
- Nú hefur einhver andskoti rambað á okkur! En hvar grófu þeir upp
þvílíkan ódám?
Og ég:
— Ég vil Tsjitsjikov, hingað!!
- Þþ... þa... það er ógjörningur að hafa uppá honum. Hann er í fel-
um.
-Æ, í felum? Dásamlegt! Þá fáið þið að sitja inni í hans stað.
— Afsa...
— Haltu kjafti!
— Undir eins ... eins og ... hinkrið eitt augnablik. Þau eru að leita,
herra.
Og á tveimur svipstundum fundu þau hann.
Án þess að verða neitt ágengt féll Tsjitsjikov til fóta mér, reif hár sitt og
stormjakka og vildi færa mér heim sanninn um að hann ætti óvinnufæra
móður.
- Móður?! Þrumaði ég. Móður?.. Hvar eru milljarðarnir? Hvar eru
peningar alþýðunnar? Þjófur!! Skerið hann upp, úrþvættið! Hann er með
demanta í maganum!
Þau ristu hann upp. Og þarna voru þeir.
— Allir?
- Allir, herra.
- Bindið stein um hálsinn, og ofan í vök með hann!
Og allt varð kyrrt og tært.
Og ég í símann:
— Það er allt á tæru.
En mér var svarað:
- Takk fyrir. Biðjið um hvað sem þér viljið.
Þá spratt ég upp hjá símanum. Og ég var næstumþví búinn að hella
yfir símtólið öllum þeim áætlaða kostnaði sem hafði þjakað mig lengi:
„Brækur.. .pund af sykri.. .tuttuguogfimm kerta peru...“
En allt í einu man ég, að sómakær rithöfundur á að vera ósérplæginn,
missti móðinn og muldraði í símtólið:
- Ekki neitt, nema ritverk Gogols í eins bandi og ritsafn hans sem ég
seldi fyrir skömmu á flóamarkaði.
Og.. .Boms! Á borðinu hjá mér lá Gogol, gylltur í sniðum!
Ég varð svo glaður yfir Nikolaj Vasílievitsj, sem ósjaldan huggaði mig
um dimmar andvökunætur, að ég æpti:
- Húrra!
Og...
112
'fas/ á .jOríyáá - Tímarit um þýðingar NR. 12 / 2008