Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 116
Sjöliti folinn
Saga frá Dóminíska lýðveldinu
Maður nokkur átti þrjá syni. Líf þessa manns var undir grasi komið, og á
hverjum degi kom sjölitur foli og át það sem líf hans var komið undir. Af
því varð maðurinn aðframkominn. Hann talaði nú við elsta soninn og bað
hann að fanga folann sem át grasið sem líf hans var komið undir. Sonurinn
keypti sér hörpu, hengirúm og hárnálar og fór að spila og syngja, og útfrá
því sofnaði hann og sá aldrei folann sem hámaði í sig grasið, en faðirinn var
þá að bana kominn.
Þá sagði miðsonurinn:
— Ur því að bróðir minn sofnaði og gat ekki fangað folann, þá ætla ég
að taka það að mér.
Hann bar sig nú til eins og bróðir hans hafði gert og svefninn sigraði
hann og aldrei sá hann folann sem kom á hverjum degi til að kroppa lífs-
björg hins hrjáða föður.
Þá kom yngsti sonurinn til skjalanna. Hann fór eins að, en var svo
heppinn að sofna ekki og gat fangað sjölita folann. En folinn bað hann að
sleppa sér og lofaði að koma aldrei aftur til að bíta grasið. En Nonni - við
skulum kalla yngsta soninn Nonna — tók það ekki í mál og kvaðst mundu
leiða hann fyrir föður sinn. Folinn bað hann þá aftur að sleppa sér því fað-
irinn mundi ganga af sér dauðum.
- Eg get lifað á loftinu og þú getur lifað á munnvatni þínu og guðs-
blessun, komdu bara með mér, sagði folinn.
Og svo fóru þeir. Og þegar ekki var ferðast á jörðu niðri, þá flugu
þeir í loftinu því folinn var fleygur. Og einu sinni á flugi, þá greip Nonni
litli fjöður sem sveif um í loftinu og sýndi svo folanum fjöðrina. Folinn
sagði að Nonni ætti eftir að gráta mörgum fögrum tárum útaf þessari
fjöður.
Þeir komu nú í borg og settust að hjá kónginum. Drottningin varð
114
á .íSay/áá - Tímarit um þýðingar nr 12 / 2008