Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 131
Hœversk uppástunga
auðmýkt, að í þeim væri missir fyrir almenning því að þær mundu
fljótlega vera tilbúnar til undaneldis; og þar að auki er ekki ólíklegt
að eitthvert grandvart fólk gæti komið fram með aðfinnslur (reyndar
mjög óréttmætar) um að slík framkvæmd jaðraði nokkuð við grimmd,
en ég játa að það hefur ætíð verið mín stærsta ástæða til að andmæla
hvers konar áætlunum, hversu vel sem þær eru meintar.
18. En vini mínum til réttlætingar, þá játaði hann að hugmyndina hefði
hann fengið frá hinum fræga Salmanaazor, frumbyggja frá eyjunni
Formósu sem kom þaðan til Lundúna fyrir meira en tuttugu árum og
sem í samtali við vin minn sagði að í sínu landi tíðkaðist að þegar ung
manneskja væri tekin af lífi, þá seldi böðullinn krofið hefðarfólki,19
sem fyrsta flokks lostæti; og að í sínu minni hefði skrokkurinn af hold-
ugri fimmtán ára stúlku sem var krossfest fyrir að reyna að eitra fyrir
keisaranum, verið seldur forsætisráðherra20 hans keisaralegu hátignar
og öðrum æðstu embættismönnum,21 í bitum beint af gálganum,22
fyrir einar fjögur hundruð krónur. Ekki get ég heldur neitað því að ef
það sama væri gert við nokkrar holdugar ungar stúlkur í þessum bæ,
sem, án þess að eiga eina einustu spesíu,23 eru ófærar um að fara út fyr-
ir hússins dyr án þess að panta burðarstól, og sýna sig í leikhúsum og
á samkomum í innfluttum skartklæðnaði sem þær munu aldrei borga
fyrir; þá mundi konungdæmið ekki líða fyrir það.
19. Nokkrar manneskjur sem þjást af vonleysi andans, hafa stórar áhyggjur
af hinum mikla fjölda fátæklinga sem eru aldraðir, sjúkir eða limlestir;
og hef ég verið beðinn um að beina hugsunum mínum að því að finna
úrlausn á þessu vandamáli, svo létta megi þessari þungu24 byrði af þjóð-
inni. En það angrar mig alls ekki, því það er vel þekkt staðreynd að
margir þeirra deyja dag hvern og veslast upp í kulda og hungri og skít
og meindýrum, eins hratt og ætlast má til af nokkurri sanngirni. Efvaða
varðar ungu verkamennina, þá er ástand þeirra næstum því jafn von-
laust. Þeir fá ekki vinnu og tærast því upp af næringarskorti, svo mikið
að ef einhver mundi slysast til að ráða þá til almennrar vinnu, þá hefðu
þeir ekki þrek til að sinna henni, og þannig mundu bæði landið og þeir
hamingjusamlega losna undan þeim hörmungum sem framundan eru.
20. Þessi útúrdúr minn er orðinn allt of langur og því sný ég mér aftur að
viðfangsefninu. Eg tel að kostir uppástungu minnar séu margir og aug-
ljósir og jafnframt afar mikilvægir.
21. í fyrsta lagi, eins og ég hef þegar sýnt fram á, þá mundi framkvæmd
á — Að geta sagt „shit fyrir framan dömu
129