Bændablaðið - 28.05.2015, Page 34

Bændablaðið - 28.05.2015, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Ár jarðvegsins - Mikilvægi jarðvegsins í vistkerfinu: Undirstaða lífsins Jarðvegur er undirstaða allrar matvælaframleiðslu á þurrlendi jarðar. Gróður þrífst ekki án jarðvegs og jarðvegur verður ekki til án gróðurs. 120 þúsund ferkílómetrar af ræktarlandi tapast á heimsvísu á hverju ári vegna landhnignunar og jarðvegsrofs. Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, segir að til að skilja hvað við sé átt verði fyrst að gera sér grein fyrir því hvað jarðvegur eða mold er. Fleiri örverur í lófafylli af mold en fólk á jörðinni „Jarðvegur eða mold er gerður úr bergmylsnu, leir og flóknum lífrænum efnasamböndum. Í jarðveginum finnst urmull lífvera, bæði stórra og smárra, allt frá örverum og sveppum yfir í stærri hryggleysingja. Því er oft slegið fram að það finnist fleiri örverur í lófafylli af mold en fólk á jörðinni. Svo má ekki gleyma mikilvægum hluta jarðvegsins sem er holurýmið, þar leikur loft um eða vatn eftir tíðarfari og staðháttum.“ Jóhann segir að jarðvegurinn sé flókinn og fólki oft illskilinn hluti vistkerfa. Fyrir vikið sé tíðum litið framhjá mikilvægi hans. Þetta stafar vafalaust bæði af því að jarðvegurinn er yfirleitt hulinn gróðri og vegna þess að það sem þar fer fram getur verið illsjáanlegt. Starfsemin í moldinni „Í jarðvegi á sér stað niðurbrot og rotnun lífrænna efna og nýmyndun lífrænna efnasambanda. Þessi ferli valda því að smám saman safnast upp lífrænn efnamassi. Stundum eru þau kölluð humusefni einu nafni. Þessi lífrænu efnasambönd eru undirstaða þess mikilvæga hlutverks sem jarðvegurinn gegnir og er einfaldlega undirstaða alls lífs á jörðinni. Í jarðveginum undir fótum okkar á sér stað miðlun og geymsla vatns og þar með temprun flóða. Eyðilegging jarðvegs á strandsvæðum er ein ástæða aukinnar flóðahættu víða um heiminn enda getur jarðvegurinn ekki lengur tekið við vatninu og miðlað því hægt frá sér aftur. Menn hafa jafnvel látið sér detta í hug að endurskapa gróðurlendi við sjávarborð til að draga úr flóðahættu í stórborgum eins og New York. Þar er verið að nýta vatnsmiðlunarmátt jarðvegsins.“ Stærstur hluti fæðu kemur af ræktarlandi Stundum er talað um þjónustu sem vistkerfi heimsins veita og vísað til alls þess gagns sem við höfum af náttúrunni og er okkur nauðsynlegt. „Á heimsvísu kemur stærsti hluti fæðunnar af ræktarlandi og við eigum allt okkar undir því að jarðvegurinn haldi frjósemi sinni. Byggingaviður, eldiviður og stór hluti klæða okkar eru afurðir jarðvegs og vatn síast og hreinsast með því að renna í gegnum jarðlög. Við eigum í raun og veru allt okkar undir því að jarðvegurinn bæði haldi frjósemi sinni og að hann tapist ekki vegna rofs.“ Staða jarðvegs á heimsvísu Að sögn Jóhanns er talið að 24% af frjósamasta landi jarðar séu farin að sýna merki hnignunar vegna minnkandi framboðs næringarefna, minnkandi uppskeru og skertrar getu til miðlunar næringarefna og vatns. „Þetta er alvarleg staða og ekki auðvelt að snúa henni við. Ástandið er verst á þéttbýlustu og fátækustu svæðum jarðar og þar fer það versnandi. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segir vandamálið svo alvarlegt að jarðvegur núverandi akuryrkjusvæða heimsins, sem eru jafnfram frjósömustu og aðgengilegustu ræktarsvæðin, dugi einungis í 60 ár til viðbótar áður en frjósemi þeirra hafi hrakað svo að þau verði illnýtanleg. Ástandið er litlu betra sé litið til vestrænna samfélaga sem ættu öll að hafa tækifæri til að stýra landnýtingu með sjálfbærum hætti. Breskir vísindamenn hafa nýlega gefið út að þarlendir akrar verði einungis nothæfir í eina öld til viðbótar með sama áframhaldi. Ekki þarf að koma á óvart að ræktarland hefur minnkað undanfarna áratugi. Árið 1961 var talið að til reiðu væru fjögur þúsund fermetrar af ræktarlandi á hvert mannsbarn. Í dag er þessi tala komin niður í tvö þúsund fermetra og árið 2050 er talið að einungis Jarðvegur er undirstaða allrar matvælaframleiðslu á þurrlendi jarðar. Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins. Á hverju ári tapast 120 þúsund ferkílómetrar af ræktarlandi vegna landhnignunar og jarðvegsrofs. Íslendingar eiga heimsmet í jarðvegseyðingu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.