Bændablaðið - 28.05.2015, Qupperneq 50

Bændablaðið - 28.05.2015, Qupperneq 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Það hefur legið fyrir í mörg ár að skýrt samhengi er á milli hreinleika kúa og frumutölu og hefur þá oftast fyrst og fremst verið horft til hreinleika júgurs og fóta og hreinleikanum gefin einkunn á bilinu 1-5 til þess að átta sig á umfangi mögulegs vandamáls á búinu. Til þessa hefur þó ekki verið mikið gert af því að gefa sérstaka einkunn fyrir hreinleika spenaenda en það er þó hægt að gera og hefur reynst gott stjórntæki til þess að meta eigin vinnubrögð við þrif á spenum. Hreinn spenaendi Sé spenaendinn tandurhreinn og þurr þegar mjaltatækið er sett á spenann dregur verulega úr líkum á því að mögulegt umhverfissmit geti borist í spenann og valdið sýkingu. Að sama skapi geta óná- kvæm vinnubrögð við undirbúning kúnna haft slæm áhrif og ýtt undir sýkingar og því mikilvægt að geta metið vinnubrögðin á hverjum tíma. Frönsk rannsókn, sem tók sérstaklega til hreinleika á spenum, leiddi í ljós að samhengi var að jafnaði á milli hreinleika á spenum og frumutölu sem í sjálfu sér kom ekki á óvart. Hins vegar þróuðu Frakkarnir hreinleikaskala sem má styðjast við heima á búum og getur hver sem er metið hreinleikann, sem er afar jákvætt. Flestir, sem eru vanir að mjólka, telja væntanlega að þeir þrífi spenaendana vel og með neðangreindri aðferð er einfaldlega hægt að skrá það niður og meta hvort bæta megi vinnubrögðin eða hvort allt sé eins og það eigi að vera. Klútaaðferðin Til þess að gera þetta þarf að notast við hreina og hvíta klúta og eftir að hefðbundnum þrifum á spenum er lokið, er spenaendinn „þrifinn“ með hvíta klútnum. Miða þarf við að meta a.m.k. 20% spenaendanna í fjósinu, svo niðurstöðurnar gefi þokklega rétta mynd af stöðunni. Spenaþrifunum er svo gefin einkunn í samræmi við meðfylgjandi myndir og lýsingu: Auðvitað er best að allir spenaendar hafi fengið einkunnina „1“ eða „2“, en líklega óraunhæft að slíkt náist og líklega finnast einkunnir eins og „3“ og jafnvel „4“ einnig. Mat niðurstaðna Þegar búið er að gefa einkunn fyrir spenaendaþrifin, þarf að taka saman niðurstöðurnar með því að telja hve margir spenaendar fengu einkunnina „1“, „2“, „3“ og „4“. Leggðu nú saman hve margir spenaendar fengu einkunnina „3“ og „4“ og reiknaðu svo út hlutfall þessarar samtölu af heild. Sé það þitt mat að meira en 80% af spenaendunum hafi fengið einkunnina „3“ eða „4“ þá gefur það vissulega tilefni til þess að ætla að bæta megi vinnubrögðin við þrif spenaendanna og þar með draga úr líkum á því að smitefni berist í kýrnar. Benda má áhugasömum um spenaþrif á grein í Bændablaðinu frá 6. febrúar á síðasta ári (3. tbl.), þar sem farið er ítarlega yfir helstu atriði sem lúta að þrifum á spenum. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Bandarískur auðmaður átti hæsta boðið og greiddi 350 Hreinir spenaendar = lægri frumutala! Utan úr heimi Chelsea Flower Show: Kartöflur kalla fram ólík hughrif Útstilling sem kallast Saga kartöflunnar hlaut gullverðlaun á blómasýningunni í Chelsea sem nú stendur yfir. Verðlaunin voru veitt í sérstökum flokki fyrir rótagrænmeti. Kartöflunördar um allan heim öskruðu upp yfir sig af gleði um miðja síðustu viku þegar gert var opinbert að sýning sem kallast Saga kartöflunnar hafði unnið til gullverðlauna á árlegri blómasýningu í Chelsea. Með verðlaununum er kartöflum veittur sá heiður sem þær eiga skilið og þær fá uppreisn æru. Saga kartöflunnar er fyrsta sýningin sem einungis fjallar um kartöflur og er með kartöflur sem sýningargripi sem vinnur til gullverðlauna. Sýningargripir eru 140 mismunandi gerðir af kartöflum sem sýna vel fjölbreytileika innan tegundarinnar. Framsetning mismunandi lita og lögunar jarðeplanna í rýminu kalla fram ólíkar tilfinningar og hughrif gesta, undrun, minningar og svengd. Þrátt fyrir að sýningin sé einungis í litlum bás er hún tengd tíma og hreyfingu þar sem gestir geta lesið sér til um uppruna og sögu kartöflunnar. Kartöflurnar á sýningunni koma frá öllum heimshornum auk þess sem þar er að finna bæði gömul og ný yrki. Hér er því um eins konar kartöflutvíæring að ræða. Chelsea Flower Show er virtasta blómasýning sem haldin er í heiminum. Mikil eftirvænting er í kringum opnun sýningarinnar og á fyrsta degi mætir þar hópur hefðarfólks til að skoða herlegheitin. Hefð hefur myndast fyrir því að kvenkyns gestir skarti höttum á sýningunni og komið hefur fyrir að þeir veki meiri athygli en blómin. /VH Plöntusjúkdómar: Sex milljón lerkitré feld í Wales Yfirvöld í Wales á Bretlandseyjum hafa tekið ákvörðun um að fella sex milljón lerkitré sem klæða dali og hlíðar Cwamcart-skóglendisins. Ástæðan er sýking af völdum svepps sem kallast Phytophthora ramorum. Ákvörðunin um að fella tré er tekin í þeirri von að með aðgerðinni megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og skaða af völdum sveppsins sem dreifist með vindi. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að fella öll tré árið 2020 og að eftir það verið lauftrjám og greni plantað þar sem lerkitrén stóðu áður. Í Cwmcarn voru áður kolanámur og lerkinu plantað í námunda við þær vegna þess hversu hraðvaxta það er þar en tilgangurinn var að nota timbrið af þeim til að styrkja námugöngin. Phytophthora ramorum sveppurinn greindist fyrst í Bretlandseyjum árið 2002 en útbreiðsla hans varð ekki vandamál fyrr en upp úr 2009 þegar hans varð vart í Japanslerki. Sveppsins varð fyrst vart í Wales árið 2010. Timbrið úr lerkitrjánum verður nýtt til að smíða húsgögn og í spónaplötur. /VH Sé örlítið af sjáanlegum óhreinindum Frönsk rannsókn, sem tók sérstaklega til hreinleika á spenum, leiddi í ljós að samhengi var að jafnaði á milli hreinleika á spenum og frumutölu sem í sjálfu sér kom ekki á óvart. “ „ Varmadælur Besta loft í loft dæla sem SP í Svíþjóð hefur prófað Hvammsdal 4, 190 Vogar. Sími: 546 9500 Gsm: 892 8030. www.lofttaekni.is INVERTER SYSTEM Sparnaðar A +++
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.