Bændablaðið - 28.05.2015, Page 51

Bændablaðið - 28.05.2015, Page 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Búfjárafurðir: Geitakjöt eftirsótt Vinsældir geitakjöts hafa aukist mikið á Bretlandseyjum undanfarið og nú er svo komið að ræktendur geita hafa ekki undan að framleiða kjöt. Kjöt af kið er fitusnautt en ríkt af próteini og járn. Eftirspurnin eftir kjötinu er svo mikil að tímaritið Observer Food Monthly hefur útnefnt það áhugaverðasta kjöt ársins 2015 og vinsælir matsölustaðir keppast við að bjóða það í matseðlum sínum. Framboð á geitakjöti í Bretlandi hefur verið takmarkað alveg eins og hér á landi enda geitastofnar beggja landa litlir. Geitakjötið sem í boði er á Bretlandi er mest af ungum höfum þar sem huðnur fara í áframeldi til framleiðslu á geitamjólk og ostum. Árlega er slátrað um 30.000 geitum þar í landi. Auknar vinsældir kjötsins hafa komið geitabændum skemmtilega á óvart því fram til þessa hafa Bretar verið tregir til að borða geitakjöt þar sem hefð fyrir átinu er lítil. /VH Geitarstofninn á Íslandi er um eitt þúsund dýr. /VH Fuglafælurnar frá Scarecrow eru mannúðleg og vistvæn lausn sem halda fuglum varanlega frá án þess að skaða þá eða valda ónæði í umhverfinu. Mánaðarleiga frá 32.400 kr. með VSK. Ódýr lausn við Langtímaleiga á hagstæðum kjörum fuglavandamálum Nánari upplýsingar www.fuglavarnir.is sala@fuglavarnir.is Sími 896 1013 Haltu starra, gæ sum og álftum frá Náttúruvernd og veiðar: Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu Bandarískur auðmaður átti hæsta boðið og greiddi 350 þúsund dollara til að fá að veiða svartan nashyrning í Namibíu en tegundin er sögð vera í bráðri útrýmingarhættu. Hugmyndin að baki uppboðinu er með því að bjóða veiðileyfi á eldri einstaklinga af dýrategundum sé hægt að safna fé sem nota má til að vernda eftirlifandi dýr innan stofnsins. Stjórnvöld í Namibíu afléttu nýlega veiðibanni á ljónum og hlébörðum í landinu og ætla að bjóða út leyfi til að veiða dýrin til að afla fjár. Yfirvöld í Kamerún hafa einnig ákveðið að bjóða út veiðar á að minnsta kosti einum svörtum fíl úr stofni sem einungis finnst þar í landi og er í útrýmingarhættu. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt uppboð unum harðlega og segja þau siðferðislega röng og peningarnir sem fást fyrir veiðileyfin ekki réttlæta drápin. Verndunarsinnar benda á að veiðiþjófar höggvi djúp skörð í dýrastofna í útrýmingarhættu á hverju ári og nú bætist veiðimenn í hópinn sem kaupi sér hreina samvisku. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.