Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Frjósemisskýrslunni í Huppu hefur verið breytt og hún einfölduð Frjósemisskýrslan í Huppu hefur verið einfölduð og gerð auðveldari í notkun en áður var. Gerð hefur verið frjósemistala FS-tala að norskri fyrirmynd. Hún tekur mið af hlutfalli kúa sem ekki hafa komið til endursæðingar innan 56 daga frá fyrstu sæðingu, fjölda sæðinga á kú, fjölda daga frá burði til síðustu sæðingar, fjölda sæddra kúa og fjölda kúa sem hefur verið fargað vegna ófrjósemi sl. 12 mánuði. Þegar farið er inn á huppa.is og inn í skýrslur kemur skjámynd 1. Frjósemisskýrsla Þegar farið er áfram inn í Frjósemisskýrslu kemur skjámynd 2. FS-talan gefur vísbendingu um hvort frjósemi búsins er viðunandi, góð eða óviðunandi. Markmiðið er að hún sé 55 eða hærri. Letrið verður rautt ef hún er undir 40 sem er óviðunandi. Fjöldi sæðinga á kú ættu að vera færri en 1,8 og það er óviðunandi að þær séu fleiri en 1,9. Dagar frá burði til 1. sæðingar er mjög mikilvægur mælikvarði. Þar er markmiðið sett við 60 daga og það er óviðunandi að það líði meira en 90 dagar að meðaltali þangað til kýrnar eru sæddar fyrst eftir burð. Dagar frá burði til síðustu sæðingar er mikilvæg vísbending um hver tíminn verður milli burða á næstu mánuðum. Markmiðið er að það líði ekki fleiri dagar en 80 þangað til kýrnar hafa haldið og það er óviðunandi að þessi tími sé lengri en 100 dagar. Dagar á milli burða. Markmiðið er sett að sá tími sé um 365 dagar, en það er líka óviðunandi að það líði lengra á milli burða en 385 dagar að meðaltali. Þetta er mælikvaði á hvernig ástandið hefur verið og tekur aðeins til þeirra kúa sem hafa borið tvisvar. Upplýsingarnar í línunum þar fyrir ofan geta gefið vísbendingu um hvert stefnir varðandi frjósemina hvort tíminn milli burða muni lengjast eða styttast. Aldur við 1. sæðingu, kvígur, mán. Mælt er með að kvígurnar séu sæddar þegar þær ná 15 mánaða aldri. Aldur við 1. burð, mán. Best er að eðlilega þroskaðar kvígur beri um það bil 24 mánaða. Kvígurnar eiga að vera bornar að meðaltali 26 mánaða eða yngri. Áframhaldandi athugun á frjósemi. Hægt er að skoða betur hvað getur valdið því að einhver viðmið í frjósemisyfirlitinu eru óviðunandi. Þá er best að fara í næsta flipa „Kýr á fyrsta mjaltaskeiði“, skjámynd 3. Á skjámynd 3 er hægt að skoða hvort einhverjar kýr á fyrsta mjaltaskeiði skera sig úr í frjósemi, þar má t.d. sjá að 1485 Pera var sædd 67 dögum eftir burð en kom ekki til endursæðingar fyrr en eftir 106 daga og 1494 Aþena var ekki sædd fyrr en 105 dögum efir burð, en hélt líklega á annarri sæðingu 19 dögum seinna. Ekki er ennþá búið að sæða 1569 Snúru sem bar 13. mars. Þessi hluti kúnna var sæddur að meðaltali fyrstu sæðingu 58 dögum eftir burð og það eru liðnir 80 dagar frá burði að síðustu sæðingu. Þær voru að meðaltali 26 mánaða þegar þær báru fyrst og sæddar fyrst 14 mánaða gamlar. Skjámynd 4 sýnir hvernig staða eldri kúnna er og hér má sjá hvað hefur liðið langur tími milli burða hjá hverri og einni og á hvaða mjaltaskeiði þær eru. Það skal tekið fram að þessar skjámyndir sýna aðeins hluta kúnna. Skjámynd 5 sýnir kvígurnar. Þrjár efstu kvígurnar eru greinilega kvígur sem hefur gengið illa að koma kálfi í og eru þess vegna óbornar ennþá og orðnar gamlar. Þrjár neðstu kvígurnar eru ósæddar. Ennþá hafa kvígurnar ekki verið teknar inn í yfirlitsskýrsluna með FS-tölunni, vegna þess að það eru svo mikil brögð af því að kvígum sé haldið undir naut, sem getur skekkt yfirlitið. Undir flipanum „Skýrslur“ er annar gluggi „Beiðsli (væntanleg beiðsli)“ sjá skjámynd 1. Skjámynd 6 sýnir hvað felst á bak við hann. Þar má sjá hvenær kýrnar og kvígurnar voru sæddar síðast, og hvaða kýr og kvígur eru ósæddar. Á myndinni sést að það getur verið tímabært að láta fangskoða allt að 10 kýr. Skjámynd 7 sýnir að líklega er ekki ætlunin að sæða nokkrar kýr sem eru bornar fyrir löngu, en það getur verið orðið tímabært að láta dýralækni skoða kýr sem báru fyrir 60 dögum eða meira. Á bak við flipann „Ósæddar kvígur“ sést svo aldurinn á þeim kvígum sem ekki er búið að sæða. Lokaorð Til þess að upplýsingarnar í tölvukerfunum komi að gagni við bústjórnina er grundvallaratriði að skráningar í kerfið séu réttar. Dagsetningar á burðum, sæðingum og notkun heimanauta þarf að skrá sem allra fyrst. Þar verða allir að leggjast á eitt, bændur sjálfir, frjótæknar og ráðunautar. Það er bæð von okkar og trú að þessar skýrslur komi kúabændum mjög til góða við að halda uppi góðri frjósemi á búi sínu eða bæta hana ef staðan er þannig. Að koma kálfi í kú er ekki einfalt mál og þarfnast mikillar vinnu, óskertrar athygli og meðvitund um hvað verið er að gera á hverjum tíma. Við skulum líka hafa í huga að kýrnar okkar eru lifandi dýr sem á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins eru undir miklu álagi. Þær eiga ekki aðeins að mjólka vel heldur þurfa að jafna sig eftir burðinn, beiða og festa fang. Slíkt útheimtir gott atlæti á alla lund. Beiðlisgreining getur verið mjög vandasöm og liggur misvel fyrir mönnum. Það er því ákaflega mikilvægt að menn notfæri sér þau hjálpartæki sem standa til boða. Skipuleg, markviss og rétt notkun hjálpartækja eins og t.d. gangmáladagatals, hreyfiskynjara og áðurnefndra skýrslna í Huppu getur skipt sköpum við að koma kálfi í kýrnar og kvígurnar en eins og menn vita er það ein af grundvallarforsendum þess að halda uppi framleiðslu mjólkur. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Nautastöð Bændasamtaka Íslands Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is Þorsteinn Ólafsson Dýralæknir Nautastöð BÍ steini@bondi.is Skjámynd 1. http://www.huppa.is/ skyrslur/index/index Skjámynd 2. Frjósemisskýrsla bú- mynd. mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.