Bændablaðið - 28.05.2015, Page 55

Bændablaðið - 28.05.2015, Page 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Góð ábending barst ritstjóra Bændablaðsins um efni í þessa pistla hér um öryggismál. Eftirfarandi póstur kom til Harðar ritstjóra sem Auður Guðbjörnsdóttir sendi: Langaði að benda bændum sem eru með unga vinnumenn með í vélunum á þessa snilldar lausn. Þetta er fimm punkta belti sem hægt er að festa í farþegasætin á traktorum sem eru með svoleiðis. Við höfum sjálf notað þetta töluvert fyrir okkar vinnumann sem er rúmlega 1og hálfs árs. Þó að ég efist um að þetta veiti mikla vörn í stórum slysum þá eru þau allavega föst á sínum stað og geta ekki fiktað. Sjálf var ég búin að vera í miklum vangaveltum hvernig ég gæti fest drenginn í traktornum og fannst þetta besta lausnin. Algjör nauðsyn fyrir heyskapinn. Ég hef ekki séð þetta til sölu hér heima en pantaði mitt frá http://m.aliexpress.com og fékk afhent tveimur vikum síðar. Hverjar eru reglurnar um farþega í dráttarvélum og er farþegi tryggður? Í samtali við starfsmann Vinnueftirlitsins vildi hann meina að þetta sæti væri ekki skráð sem farþegasæti í neinum dráttarvélum, en upphaflega meiningin með þessu sæti væri fyrir leiðbeinanda þ.e.a.s. kennara á dráttarvélina. Falla undir lögboðna ábyrgðartryggingu segir VÍS Í fyrirspurn til tryggingafélagsins VÍS um ábyrgð á farþega í dráttarvél og bótaskyldu barst mér eftirfarandi svar frá Sveini Fjalari Ágústssyni, deildarstjóra ábyrgðar og slysatjóna: „Dráttarvélar í landbúnaði eru skráningarskyld ökutæki og þ.a.l. skylt að tryggja þær lögboðinni ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Sú trygging bætir tjón sem hlýst af notkun dráttarvélarinnar og þar með talið slysatjón. Farþegi í dráttarvél sem slasast vegna notkunar hennar, t.d. ef hún veltur eða lendir í árekstri, á almennt bótarétt úr ábyrgðartryggingu dráttarvélarinnar. Verði slysið að einhverju leytið rakið til stórkostlegs gáleysis ökumanns eða eiganda vélarinnar, kann að myndast endurkröfuréttur á hendur þeim að heild eða hluta.“ Sambærilegt svar frá Sjóvá Einnig var send eftirfarandi spurning til Sjóvár: Spurt var; er farþegi í farþegasæti á dráttarvél tryggður ef slys verður? Sigurjón Andrésson svaraði fyrir hönd Sjóvár: Ef dráttarvélin er tryggð, gerð fyrir farþega, og skráning og annað er í lagi. Þá á ferþegi rétt til bóta komi til slyss. Ég hringdi í dráttarvélasala og Samgöngustofu, spurði um farþegasætið. Þá hringdi ég í fleiri en einn dráttarvélasölumenn, en fæstir vildu láta hafa neitt eftir sér. Einar Oddsson, sölufulltrúi hjá Þór H/F, sagði að yfirleitt væri þetta sæti kallað leiðbeinandasæti erlendis, en farþegasæti hér á Íslandi. Hjá Samgöngustofu fékk ég eftirfarandi úrdrátt úr reglugerð um dráttarvélar frá Kjartani Þórðarsyni, sérfræðingi ökunáms: „Að uppfylltum neðangreindum skilyrðum má farþegasæti vera í dráttarvél og er það þá skráð í skráningarskírteini vélarinnar. Engin ákvæði eru um öryggisbelti fyrir ökumann eða farþega, – sætið er innan við öryggishús – ekki er hætta á að farþegi torveldi notkun stjórntækja vélarinnar – farþegi getur haldið sér föstum í akstri. Unglingum 15 ára og eldri er heimilt að aka dráttarvél innan marka sveitabæja en ekki á vegum sem opnir eru fyrir almenna umferð. 16 ára er unnt að taka sérstakt ökupróf á dráttarvél og fá ökuskírteini. Slík próf hafa verið innan við 10 á ári. Almenn ökuréttindi á fólksbílinn heimilar akstur á dráttarvél. Heimildin til að aka dráttarvél nær til allra tækja og eftirvagna sem dráttarvélin má hafa.“ Fyrir hvern er farþegasætið í dráttarvélum? liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði VARNA TRJÁ-TEGUNDAR HVIÐA DÝRA- HLJÓÐ ÓSKORÐAÐ BOGI SKÝLA KSVISS V E I K J U L Á S RFLYTJA E I Ð A SVALLSPIL R A L L ARÓL R K S K R U M Æ J A F T A KVABBORG S U Ð F FLÓN Í RÖÐ MANNS- NAFN FÁLM K A R L SKJÁLFA SKÓLI N Ö T R A SPRIKLBARN KBLAÐRA RAUP HRAÐAÐ J A R P I BEIN MARGS- KONAR ÓLGU Ý M I S UTANMÁL KROT TVEIR EINSRAUÐ-BRÚNI A U S A FESTA RÆTUR SKYLDLEIKI R Æ T A URGUR SOÐNINGUR K U R RSKVETTA Á L L DANSTALA T V I S T EINHVERJIR LÉLEGT MÓLAG S U M I RTVEIR EINS L I T VAFIAFHENDING E F I LÖGUNARRÁÐGERA F O R M S PILLAFARFA A OF LÍTIÐ STAÐ- SETTNING V A N NÁKOMIÐ N Á I Ð HYLLI SPYRJA Á S T G L E F S FUGLSPENDÝR G Æ S GANGÞÓFI I L SKURÐ-BRÚN ABIT R E I S L A SKAÐIRÁS T J Ó N VAFIÆST E FVOG Ö S G A R TEYMA A L HUGSA E P I Æ Ð L A A URGA KLÓ S N A Ö R G G L A STORKA ÁTT 13 LÖGMÁL GAGN STRIT SVIF HILLING LEYFI GRIND HROKA- FULLUR HEGNA STUND KERRA TÁL DÁ STERKA HLÝJA DREIFA HNÝTTI TRAUST SNJÓFÖL ÁTT TÆRA SJÚK- DÓMURSLARKA LOGA SUÐ GAFL BEIN ÁNA HVÍLD STÖKUM MIKILLLANGA VAFRA SKILJA BEST LÖNG SVIKULL ÓGREIDD- UR VAGN SÝKJA PÍNA Í RÖÐ ÁI VÍSA LEIÐ SLAGHARPA KYN- KIRTILL HLJÓÐ- FÆRIRÓL HNOÐAÐ ÖGN BÁGINDI SARG FUGL HVOFTUR VEIÐAR- FÆRI KRINGUM HÁMAUM-TURNUN PEDALI GJALD- MIÐILL STEFNA SPRIKL ÁTT HINDRA ÓSVIKINN KANTUR BYLGJADRYKKJAR-ÍLÁT TVEIR 14 punkta öryggisbelti. Frumkvöðlaverkefni þriggja kvenna: Skilar náttúrulegu þorskalýsi frá Bolungarvík á markað Frumkvöðlaverkefni þriggja kvenna skilar nýrri vöru á markað. Dropi er nýtt og einstakt alíslenskt þorskalýsi sem komið er á neytendamarkað. Dropi er framleiddur af fyrirtækinu True Westfjords í Bolungarvík þar sem gæði og ferskleiki eru tryggð á öllum stigum frá veiði á þorskinum til pökkunar á framleiddri vöru. Þorskalýsið í Dropa er auðugt af A- og D-vítamínum frá náttúrunnar hendi og inniheldur mikið magn af óspilltum og hollum Omega- 3 fitusýrum. Ekkert er átt við vítamínin í Dropa og sveiflast magn þeirra eftir árstíðum. Engum A- og D-vítamínum, hvorki tilbúnum né náttúrulegum, er bætt í Dropa. Litur og bragð getur einnig tekið lítils háttar breytingum eftir æti þorsksins. Í Dropa er fullkomið jafnvægi fitusýranna frá náttúrunnar hendi. Ástæðan er sú að þorskalýsið er unnið samkvæmt nýjustu tækni en eftir hefðum fyrstu landnemanna á Íslandi sem tryggir að öll mikilvæg efni haldist ósködduð í framleiðslunni. Dropi er þannig kaldunninn til að viðhalda náttúrulegri hollustu næringarefna, andoxunarefna og allra vítamína. Ásamt því að vera kaldunnið er það einnig kaldhreinsað. Í hylkin er einungis notað fiskgelatín og eru þau því 100% fiskafurð. Þótt vinnsluaðferðin byggi á aldalangri reynslu hefur hún verið þróuð og fullkomnuð í nánu samstarfi við hæfustu vísindamenn MATÍS. Með þessari vinnsluaðferð má flokka þorskalýsið í Dropa sem hráfæði. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) kemst Dropi næst því að vera flokkað sem Virgin oil, en það er sá flokkur sem notar lágan hita við framleiðsluna. True Westfjords er stofnað af þeim Birgittu Baldursdóttur, Önnu Sigríði Jörundsdóttur og Sigrúnu Sigurðardóttur en verksmiðja þeirra hefur vakið athygli fyrir einstaka framleiðslu. Verksmiðjan hefur hlotið alþjóðlega HACCP gæðavottun en sá staðall tekur m.a. mið af því að tryggja gæðaöryggi matvæla. Hægt er að rekja hráefni í hverri einustu flösku af Dropa en eingöngu er framleitt úr ferskri íslenskri þorsklifur sem kemur úr nýveiddum þorski af línu og handfærabátum af fengsælum Vestfjarðamiðum. Dropi þorskalýsi er selt í fljótandi formi í 220 ml flöskum og hylkjað í 60 og 120 hylkja krukkum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.