Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Fréttir Könnun VÍS á ljósanotkun bifreiða: Notkun ljósa ábótavant í umferðinni − ljósleysi má að hluta rekja til Evróputilskipunar Könnun VÍS á ljósabúnaði bíla á höfuðborgarsvæðinu sýnir brota- löm á notkun ljósa. Í myrkri voru 5% bíla eineygð- ir eða ljóslausir og gildir þá einu hvort það var að framan eða aftan. Í björtu var hlutfallið allt annað hvað afturljósin snertir, þar sem 6,3% bíla voru alveg ljóslausir og 3,6% eineygðir. Að framan var 1,3% bíla ljóslausir í björtu og 4,6% eineygð- ir. Muninn á milli þess hvort bílar voru ljóslausir í björtu eða myrkri virðist að stórum hluta mega rekja til Evróputilskipunar um orkuspar- andi dagljósabúnað frá árinu 2011. Ökumenn þurfa greinilega að huga betur að ljósabúnaði bíla sinna að mati VÍS. Hér á landi er skylt að hafa lögboðin ljós, eða önnur viður- kennd ökuljós, kveikt allan daginn. Aðalljós skulu vera kveikt þegar skuggsýnt er eða skyggni lélegt. Orkusparandi dagljósabúnað- ur nýrra bíla tryggir ekki besta sýnileika þeirra í umferðinni. Á mörgum þeirra kvikna engin stöðu- ljós að aftan heldur eingöngu dag- ljós að framan, sem er mjög baga- legt út frá umferðaröryggi. Nauðsynlegt er að ökumenn kunni góð skil á virkni ljósabún- aðar bíla sinna. Þeir þurfa að vita hversu sýnilegur dagljósabún- aðurinn er að framan og hvort og hvenær bíllinn er ljóslaus að aftan. Stór hluti nýrra bíla kveikir sjálfur á lögbundnum ökuljósum við ákveðin birtuskilyrði. Í sumum bílum er hægt að stilla skynjara eftir því hvenær aðalljósin eiga að kvikna og a.m.k. í skammdeginu ættu þau að loga sem mest. Alls voru 5.076 bílar í úrtaki VÍS og var fylgst með nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Styrkir til félagasamtaka á sviði umhverfismála: Opið fyrir umsóknir Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið auglýsir til umsókn- ar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á mál- efnasviði ráðuneytisins. Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðana- skiptum um umhverfis- og auð- lindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem tíunduð eru í regl- um um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum. Samtökin þurfa meðal annars að vera opin fyrir almennri aðild, þau skulu ekki starfa í hagnaðarskyni, hafa að lág- marki 30 félagsmenn, hafa opið og endurskoðað reikningshald og taka saman ársskýrslur. Loks þarf eigin fjáröflun að standa undir að minnsta kosti helmingi kostnaðar vegna almennrar starfsemi sam- takanna. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16.00, 5. janúar 2016. /VH Orkusparandi dagljósabúnaður nýrra bíla tryggir ekki besta sýnileika þeirra í umferðinni. Á mörgum þeirra kvikna engin stöðuljós að aftan heldur eingöngu dagljós að framan. Textílfyrirtæki í Húnavatnshreppi prófar vörur sínar á heimamönnum: Bændur skarta svuntum frá Hólabaki Elín Aradóttir rekur textílfyr- irtæki á bænum Hólabaki í Húnavatnshreppi undir vöru- merkinu Lagður. Svuntur eru nýjasta afurðin, en þær fóru í dreifingu í lok nóvember. „Við hófum nú nýverið sölu á nýjum gerðum af svuntum og feng- um bændur úr nágrenninu til að sitja fyrir í svuntunum. Ég var ansi ánægð með útkomuna,“ segir Elín Aradóttir. Hún segir að bændum í Húnaþingi sé ýmislegt til lista lagt. Það hafi bara verið eins og þeir hefðu aldrei gert annað, karlarnir, en að vera fyrir- sætur. Elín segir að hún hafi byrjað á þessum rekstri ásamt manni sínum, Ingvari Björnssyni, árið 2011 þegar þau bjuggu á Akureyri. Síðan fluttu þau að Hólabaki fyrir rúmum tveim árum þar sem þau reka nú kúabú í samstarfi við foreldra Ingvars, Björn Magnússon og Aðalheiði Ingvarsdóttur. Búið er með á fjórða tug kúa en Elín segist lítið koma nálægt því þar sem vinna við textíl- fyrirtækið sé nú hennar aðalstarf. Nýta gamalt fjós fyrir textílvinnslu „Hér á bænum var vannýtt gömul bygging, eða gamla fjósið sem nýtt hafði verið sem geymsla. Við tókum það í gegn fyrir þessa starfsemi. Til þessa hef ég fyrst og fremst verið að selja púðaver og læt ég þá prenta fyrir mig á efni ljósmyndir úr náttúru Íslands. Núna er ég að bæta við mig með þessum svuntum og fleiru.“ Elín segir að starfsemin fari vaxandi. Við höfum einnig verið að prófa okkur áfram með lítils háttar verslunarrekstur hér heima á bæ. Við héldum jólamarkað í fyrra og síðan aftur núna síðustu helgina í nóvem- ber. Um 140 gestir sóttu markaðinn í ár og vorum við mjög ánægð með aðsóknina.“ Nýtir saumastofur í héraði „Ég er með allan saumaskapinn í undirverktöku, en pökkun, lager- hald og dreifing er hér heima. Við erum svo hepp- in að vera með tvær saumastofur hér í héraði sem sauma mest af þessu. Það er saumastofan Þing hér í sveitinni og saumastofan Íris á Skagaströnd. Síðan er saumastofan Una á Akureyri líka að vinna fyrir okkur og það er fullt að gera.“ Hún segir að nú sé jólavertíðin komin á fullt, en salan sé þó einna drýgst í ferðamannaverslunum yfir hásumarið. Hún segist taka eitthvað af myndunum sjálf sem prentaðar eru á efnið, en meirihlutinn sé eftir áhugaljósmyndara sem hún hefur gert afnotasamninga við. /HKr. Það er ýmislegt sýslað í Húnaþingi. Hér eru f.v.: Bjarni Kristinsson, bóndi á Bjarnastöðum, Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki og Pálmi Ellertsson, bóndi á Bjarnastöðum, í glænýjum svuntum frá fyrirtækinu Lagði á Hólabaki. Mynd / EA Bærinn Hólabak stendur rétt við Vatnsdalshóla í Húnavatnssýslu. Frá jólamarkaðn- um sem haldinn var á Hólabaki um nýliðna helgi. Vegagerðin: Áform um að lagfæra þjóðveginn um Blönduós Vegagerðin hefur uppi áform um að lagfæra og bæta þjóðveginn í gegnum Blönduós sem og þá einnig Blöndubrú. Endurnýja á gólf brúarinnar og setja á hana nýtt handrið. Áætlaður kostnaður nemur um 30 milljónum króna. Samhliða framkvæmdunum verð- ur vegurinn beggja megin við brúna breikkaður og er áætlaður kostnaður við það um 10 til 15 milljónir króna. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu framkvæmda en þær eru háðar því að fjármagn fáist í nýrri samgönguáætlun, segir í frétt á Húnahorninu. Þar segir enn fremur að á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í október hafi verið rætt um þessa framkvæmd, sem og mögu- lega göngubrú neðan núverandi Blöndubrúar, en frumkostnaðaráætl- un við hana var um 80 milljónir. Þá var rætt um gömlu brúna, m.a. hvort Vegagerð tæki þátt í að sandblása hana og mála auk þess að setja hana upp og ganga frá brúargólfi ef hún yrði sett upp við Hrútey. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.