Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 fundargestum hvernig skráningar á gotum ganga fyrir sig og hvatti fólk til þess að hafa samband við skrifstofuna ef einhverjar spurn- ingar vakna. Félagsmenn munu bæði geta skráð got með því að hafa beint samband við skrifstof- una í Bretlandi eða fyrir milli- göngu SFÍ. Eftirfarandi er veffang félagsins; www.isds.org.uk. Besta úttektin að mati Jim Easton Eftir kynningu Judith tók Jim Easton stjórnarformaður til máls og það er óhætt að segja að sú ræða hafi vakið ánægju við- staddra. Þar lýsti hann því yfir að úttektin hefði verið sú besta sem hann hefði verið viðstaddur hjá nokkru landi við inngöngu í ISDS og væri þó búinn að vera við margar þeirra. Þar átti hann bæði við gæði hundanna og hversu góð tök fólk hefði á þeim. Hann var greinilega snort- inn yfir því hversu góðan grunn við eigum í okkar Border Collie stofni og hversu öflugir (e. strong) hundarnir væri. Af því tilefni minntist hann þeirra tíma í Bretlandi þegar meira var til af öflugum vinnuhundum heldur en nú er. Hann sagði frá því hvernig eft- irspurn eftir þægilegum (e. soft) hundum hefði haft áhrif á rækt- unina í Bretlandi og taldi að menn hafi gengið of langt í því að rækta slíka hunda á kostnað þátta sem eru mikilvægir við raunveruleg og krefjandi verkefni á fjárbúum. Hann hvatti okkur eindregið til þess að halda í þessar gömlu línur af öflugum og ákveðnum hund- um sem hér eru og rökstuddi það meðal annars með því hversu lítið væri til af slíkum hundum í dag. Einnig sagði hann: „Þú ræktar ekki harðan hund undan tveimur þægilegum, en þú færð nóg af þægilegum undan hörðum hundum.“ Þá hvatti hann okkur til að senda fulltrúa á Evrópumót fjárhunda (Continental Sheepdog Championship) í Finnlandi í ágúst næstkomandi, á Íslandi væru bæði hundar og smalar sem ættu fullt erindi þangað. Easton rakti einnig sögu og tilurð ISDS og hvernig ræktun fjárhunda þróaðist úr tegundum nokkurra hunda með mismunandi eiginleika í eina tegund sem sameinaði þessa eig- inleika og þannig varð til þessi fjárhundategund, Border Collie, sem er í dag þekkt um allan heim fyrir gæði og hæfileika. Það er einstaklega ánægjulegt að fá svona góða umsögn frá manni eins og Jim Easton sem hefur lifað ævi sem er samofin sögu ISDS. Ræktun Smalahundafélags Íslands byggir enn að stórum hluta á þeim grunni sem Gunnar Einarsson frá Daðastöðum lagði með fyrstu hundunum sem hann flutti inn og því ekki úr vegi að nýta tækifærið og þakka honum fyrir ómetanlegt framlag til fjárhundaræktunarinn- ar á Íslandi sem og öðrum sem hafa lagt metnað sinn í að flytja inn og rækta góða hunda. Án þeirra væri ræktunin ekki á þeim stað sem hún er í dag. Einnig vil ég þakka Elísabetu Gunnarsdóttur fyrir að eiga frum- kvæði að þessu verkefni og fylgja því í höfn og að lokum vil ég þakka Aðalsteini Aðalsteinssyni og fjölskyldu á Húsatóftum fyrir aðstoðina og frábæra aðstöðu fyrir bæði vinnuprófin sjálf og þátttak- endur. Það er von mín að aðild okkar að ISDS gagnist okkur í framtíð- inni og að félagsmenn nýti sér þá möguleika sem í henni felast. Ég tek að sjálfsögðu undir með Jim Easton og hvet til þess að við varðveitum það sem við höfum, á þann hátt gætum við skapað okkur sérstöðu og ekki ólíklegt að hingað yrði leitað frá öðrum löndum eftir ræktunarhundum framtíðarinnar. Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, formaður Smalahundafélags Íslands. Bændablaðið Næsta blað kemur út 17. desember Framleiðnisjóður landbúnaðarins aug- lýsir eftir umsóknum um styrki Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, sem falla innan þess ramma sem sjóðnum hefur verið settur í bókun með Búnaðarlagsamningi 2013-2017 og með fyrirvara um framlag í fjárlögum 2016 Að Framleiðnisjóður verði leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins m.a. með: a. Stuðningi við rannsóknarstarf og aðra þekkingaröflun. b. Stuðningi við nýsköpunar- og þróunarstarf. c. Stuðningi við sérstakt orkuátak, sem ætlað verði að bæta orkunýtingu og auka hlut innlendrar orku til landbúnaðarnota. d. Stuðningi við sérstakt átak til að efla og bæta búrekstur. Því verði m.a. ætlað að auka framleiðni, bæta afkomu, stuðla að fjölþættari nýtingu bújarða og fjölga atvinnutækifærum. e. Stuðli að eflingu kornræktar m.a með stuðningi við gunnfjárfestingar til markaðsfærslu á íslensku korni. Kallað er eftir umsóknum frá bændum, samvinnuhópum bænda og aðilum innan rannsókna- og þróunargeirans. Við ákvarðanatöku um úthlutanir undir d-lið njóta forgangs þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem hafa það að markmiði að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra í sveitum. Undir e-lið njóta þau verkefni forgangs sem nýtast á félagslegum grunni. Þá mun sjóðurinn veita styrki til framhaldsnáms (MS eða PhD) á fagsviði sjóðsins. Umsóknafrestur er til 18. janúar 2016 (póststimpill gildir) Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, einnig má senda tölvupóst á netfangið fl@fl.is eða hringja á skrifstofu sjóðsins í síma 430-4300. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri www.claas.is VERKIN TALA FR U M - w w w .f ru m .is Verð aðeins frá kr. 3,1 millj. + vsk. THALER „liðléttingar“ Þýsk gæðaframleiðsla Margar stærðir og útfærslur. Úrval fylgihluta s.s. ýmsar gerðir og breiddir af skóflum, moð- og taðgöfflum, ýtublöðum, heyskerum o.m.fl. Hafið samband við sölumenn og fáið nánari upplýsingar. Judith Sheen, framkvæmdastjóri ISDS, og Susanne Moelgaard Kaarsholm dýralæknir. Jim Easton, Sverrir Möller og Þorvarður Ingimarsson fylgjast með gangi mála. K e r r u v a r a h l u t i r o g e f n i n ý s m í ð i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.