Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð SuperCut FJÖLNOTAVÉL Tækið sem alla iðnaðarmenn dreymir um: Trésmiðinn, píparann, rafvirkjann, bílasmiðinn, flísalagningamanninn, dúkarann, málarann FM 14-180 Steinskurðarvél ríkulegan ávöxt en fyrsta verkefnið okkar saman var sultað grænmeti, Rauðrófugló, sem kom á markað- inn 2009 og síðar Gulrófugló og Fennelgló en þeim er ætlað að vera meðlæti með íslenskum mat svo sem hangikjöti og villibráð,“ segir Eygló. „Hrökkvi kom árið 2010 og í uppskerubrestinum 2011 fórum við að þróa morgunverðarlínu með Morgungraut, Brauðblöndu og Lummur og vöfflur – en þessi lína af hálf-tilbúnum lausnum á að gera fólki auðveldara að koma íslensku heilkorni inn í mataræðið. Morgunverður sem gestum er boð- inn í Vallanesi grundvallast auk þess á vörunum okkar. Við vorum líka byrjuð að nýta ber og jurtir á þessum tíma og erum með sex mismunandi uppskriftir að sultum, þar hefur bæst við ný tegund árlega. Súrkál kom á markað 2013 og hefur þróast í að vera sex tegundir af sýrðu grænmeti. Við höfum líka einbeitt okkur að því að vera með bygg í öllum útgáfum og komið með nýjar útgáfur sem hafa aukið notkunarmöguleikana. Byggflögurnar sem við komum með 2012 juku notkunarmöguleika byggs- ins þar sem þá var kominn valkostur við hafragrjón í grauta meðal annars – og Perlubyggið, nýjasta afsprengið í korninu, er að opna enn aðra vídd með sínum 15 mínútna suðutíma og léttu áferð. Við höfum ræktað heilhveiti síðan 2010 og árgangur 2014 var sér- lega vel þroskaður og góður. Einnig höfum við síðastliðin fjögur ár verið að gera tilraunir með ræktun á repju og vinnslu repjuolíu. Ennþá er þetta í litlu magni og fer á valda veitingastaði sem nota olíuna sem ríkjandi bragð í ákveðna rétti. Það er alltaf eitthvað í pípunum en nú förum við okkur hægar og leggjum mesta áherslu á gæðin og að halda vel utan um það sem við erum að gera,“ segir Eygló. Byggið mikilvægur grundvöllur starfseminnar Eymundur segir byggið vera mjög mikilvægan grundvöll starfseminn- ar, þegar hann er beðinn um að nefna dæmi um vörur sem hafa gengið einkar vel. „Bankabyggið er sú vara sem hefur mestu dreifingu í verslunum á landsvísu – og er víða á matseðlum veitingahúsa. Perlubyggið, sem er af sama meiði en sérvalið og meira unnið, hefur fengið mjög góðar við- tökur. Við erum mjög sátt við við- tökurnar á vörunum almennt um þessar mundir, útlitsbreytingar sem við höfum gert á vörulínunni hafa heppnast vel og sýrða grænmetið nýtur mikilla vinsælda þegar fólk áttar sig á mikilvægi lifandi fæðu og heilbrigði þarmaflórunnar.“ Gæðavörur sem leggja eitthvað til hins íslenska eldhúss Eygló samsinnir því að vörumerki þeirra hafi byggst upp hægt og bít- andi. „Það má segja að þetta hafi verið sígandi lukka. Við höfum farið frekar rólega í sakirnar þó að listinn af vörum sé langur á tiltölulega stuttum tíma, þá höfum við gjarnan komið með eina vöru í hverri vörulínu í einu, séð hvernig hún fellur í kramið og svo bætt við tiltölulega hratt. Við erum auk þess mjög upptekin af því að vörurn- ar geti kallast íslenskar, þær verða að grundvallast á því sem við getum ræktað hér á landi og að þær leggi helst eitthvað til íslenska eldhússins. Svo verða gæðin líka að vera í lagi, það er mikið smakkað og leitað álits þar til varan er orðin eins og hún á að vera og við erum heppin að hafa góða kokka og matgæðinga í kring- um okkur,“ segir hún. Eymundur bætir því við að það þurfi líka að taka tillit til vottunarmála. „Það er svo margt sem þarf að koma saman til að vara geti orðið til hjá okkur; til dæmis hvort hægt sé að útvega önnur innihaldsefni með lífrænni vottun og hvort það sé framkvæmanlegt út af kostnaði. En við höfum að leiðarljósi að ekki minna en 50 prósent vörunnar sé af okkar ökrum. Flestar vörurnar hafa mun hærra hlutfall og til dæmis Rauðrófubuffin næstum 100 pró- sent. Það eru bara kryddin sem eru aðfengin.“ Regluleg dreifing til Bretlands „Við erum með mjög fjölþætta starf- semi en við fókuserum á matvæli úr jurtaríkinu; korn og grænmeti. Það hefur sannast hið fornkveðna hjá okkur, að það er mikilvægt að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni,“ segir Eygló um það hvernig það sé mögulegt að lifa af í lífrænt vottuð- um búskap. Við störfum ekki í stýrðu umhverfi hvað ræktunina varðar því við ræktum allt utandyra með tilheyr- andi sveiflum, verandi svo norðarlega. Það er því mjög mikilvægt að renna frekari stoðum undir reksturinn til að skapa reglubundna, heilsársstarfsemi til að geta boðið fólki föst störf og þar kemur aukin fullvinnsla sterk inn. Þetta púslast mjög vel saman og ekkert eitt sem ber uppi rekstur- inn í sjálfu sér. Útflutningur er líka á dagskrá en það færist í vöxt að fólk pantar hjá okkur á netinu og mjög líklega eru vörur að fara frá okkur á allra næstu vikum til reglulegrar dreifingar í Bretlandi. Hjá okkur starfa í dag sex til sjö manns á ársgrundvelli en á sumrin eru störfin aðeins fleiri. „Nú fetum við líka aðeins inn á nýjar brautir með því að opna staðinn meira og byggja upp frekari þjónustu á staðnum,“ bætir Eymundur við. „Við ætlum þannig að leyfa gestum, svo sem ferðamönnum, að skoða og njóta staðarins með okkur, en á sumrin kemur fjöldi fólks í Vallanes, annað- hvort til að gista eða kaupa vörur. Næsta sumar hyggjumst við byggja þjónustuhús yfir verslunina okkar og bjóða upp á léttar veitingar. Húsið er beinn afrakstur skógræktarinnar á staðnum og verður reist úr okkar eigin viði, svo sem ösp og lerki, og verður þetta fyrsta hús sinnar tegund- ar á Íslandi sem er byggt alfarið úr íslenskum viði.“ Nýliðun í lífrænum búskap á Íslandi er lítil og segja má að stöðnun ríki í þessum framleiðslugeira. Eygló segir þó að neytendur kalli eftir líf- rænt ræktuðum afurðum í vaxandi mæli. „Það er vaxandi eftirspurn. Framleiðendur eru fáir og dreifðir en eftir því sem þeim fjölgaði myndu aukast tækifæri til margvíslegrar sam- vinnu. Það hafa orðið til fleiri vottaðir fullvinnsluaðilar en frumframleiðend- ur undanfarin ár hér á Íslandi, hvert eiga þessir fullvinnsluaðilar að sækja sitt hráefni ef það eru ekki ræktendur eða frumframleiðendur hér á landi? Þá kemur auðvitað til innflutnings. Ísland verður af tækifærum í þessari stöðu, það tapast gjaldeyrir því flutt er inn hráefni sem við ættum að geta ræktað sjálf. Og það tapast tækifæri á því að það verði til fleiri framleið- endur hér á landi sem gætu ef til vill orðið framtíðar útflytjendur eða enn meiri efniviður fyrir ferðaþjónustuna. Það er auk þess betra fyrir umhverfið að lífrænum ræktendum fjölgi. Það er allt jákvætt og nútímalegt við þetta ræktunarform þegar kemur að rækt- un jarðvegs, hreinleika, velferð dýra, hollustu og svo mætti áfram telja,“ segir Eygló. „Í mínu tilfelli var þetta spurning um að vera trúr minni sannfæringu og láta ekki úrtöluraddir telja úr mér kjarkinn,“ segir Eymundur um byrj- unarörðugleikana sem hann glímdi við. „Þetta er svo bara eins og hver annar rekstur, það eru hæðir og lægðir og jafnvel djúpir dalir. Þá er mikil- vægt að missa ekki sjónar af takmark- inu, halda sínu striki en líka að hafa kjark til að endurskoða áætlunina og breyta ef þarf.“ Matartengd ferðamennska er spennandi Þau eru að vonum kát með Fjöreggið. „Það er bara mjög gaman að fá slíka viðurkenningu, og þar sem þessi verðlaun eru þau helstu í matar- bransanum þá getur það bara gefið okkur byr undir báða vængi og styrkt okkur í þeirri trú að við séum á réttri braut. Bara að vera tilnefnd held ég að sé mikilvæg viðurkenning fyrir fram- leiðendur. Við erum á mjög spennandi tímapunkti núna og við erum að fást við skemmtilega hluti. Ekki síst að móta og byggja upp matartengda þjónustu og upplifun hér á staðnum. Austurland fær beint flug frá Bretlandi næsta sumar og allt samfélagið tekur þátt í að gera svæðið að góðum áfanga- stað og í stakk búið til að taka vel á móti þessu fólki. Fyrir okkur er gaman að geta bætt við af þreyingu og upp- lifun hér á svæðinu og vonandi fer fólk héðan innblásið af hugmyndum um mikilvægi þess að hugsa vel um umhverfið því þetta er órjúfanleg heild; umhverfi, hollusta og góður matur,“ segir Eygló um framtíðina. Eymundur bætir við að matartengd ferðaþjónusta sé mjög spennandi fyrir þau. „Eins eru útivistarmöguleikarnir miklir þar sem við erum að gera göngustíga í skóginum og meðfram ökrum í skjóli skjólbelta. Við erum í raun að svara eftirspurn sem hefur lengi verið. Hópar og einstaklingar hafa viljað koma og fræðast um starfsemina og njóta skjólsins og gróðurfarsins sem ennþá er nokkuð nýstárlegt á Íslandi.“ /smh Perlubyggið, sem er sérvalið og meira unnið, hefur fengið mjög góðar viðtökur. Mynd / Áslaug Snorradóttir IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.