Bændablaðið - 03.12.2015, Síða 35

Bændablaðið - 03.12.2015, Síða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Andstæðingar samningsins segja að viðskipti með matvæli megi ekki lúta sömu reglum og viðskipti með vörur eins og bíla og raftæki. Margir telja þó að TTIP muni ekki fá braut- argengi þar sem andstæðingar hans séu margir. Neytendur vilji ekki ódýran, erfðabreyttan, verksmiðju- framleiddan mat heldur vilji þeir frekar gæða hráefni með sögulega skírskotun til framleiðsluaðferða. TTIP stefni aðeins að gróða stórra matvælafyrirtækja en hafi ekki hagsmuni samfélagsins að leiðar- ljósi. Þörf á reglum um landhremmingar Á fyrirlestri um landhremmingar (e. land grabbing) var rætt um reglur sem sumar þjóðir hafa sett varðandi eignarhald á bújörðum. Reglurnar eru settar til þess að verja bænd- ur og staðbundinn landbúnað. Við þetta vakna spurningar um hvort setja þurfi reglur um eignarhald á íslenskum bújörðum. Jarðir eru ódýr- ari á Íslandi miðað við annars staðar í Evrópu. Þarf kannski að tryggja til framtíðar að bújarðir hér á landi séu nýttar til landbúnaðar? Hlúa þarf að nýsköpun Á fyrirlestri um nýsköpun var kynning á Global Youth Innovation Netvork (gyin.org). Stofnunin hefur það að markmiði að hlúa að nýsköp- un í landbúnaði og gera fólki kleift að hefja rekstur við matvælafram- leiðslu. Það má velta því upp hvort tími sé kominn til að setja upp nýtt stuðningskerfi hér á landi sem gerði fjölskyldum kleift að festa kaup á jörð til búskapar og hefja hefðbund- inn rekstur og/eða stunda nýsköpun í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Kerfi sem byggt væri upp á skamm- tíma fjárfestingum en ekki langtíma beingreiðslum. Kerfi sem ynni með Nýsköpunarmiðstöð landbúnað- arins sem er brýnt að setja á fót í samvinnu við fjármálastofnun, þ.e. búnaðarbanka. Í Evrópu eru bankar sem sinna eingöngu fjárfestingum í matvælaframleiðslu og landbún- aði. Hér á landi er mikill metnaður þegar kemur að fjárfestingum og nýsköpun í sjávarútvegi og það væri gaman að sjá svipaðan metnað í landbúnaði. Í lok þessarar þriggja daga ráð- stefnu marseruðu 2.500 bændur og smáframleiðendur á EXPO, vopnuð kröfuspjöldum, til að minna á sjálf- bæra, fjölbreytta og umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Hollan mat fyrir alla og minni sóun. Að lokum viljum við þakka þeim aðilum sem styrktu okkur til ferðarinnar. Djúpavogshreppur, sem hefur hugmyndafræði Slow Food að leiðarljósi þar sem sveitarfélagið er opinber aðili að Cittaslow, samtök- um sveitarfélaga innan Slow Food. Matís, sem er ómetanleg stofnun fyrir smáframleiðendur og mikil- vægur vettvangur fyrir nýsköpun og rannsóknarstarf í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Síðast en ekki síst viljum við þakka Bændasamtökunum fyrir veittan stuðning. Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson Karlsstöðum Djúpavogshreppi Fulltrúar á Slow Food með nokkur af kröfuspjöldunum sem gengið var með á EXPO-sýninguna. - um sem matvælaframleiðsla í heiminum stendur frammi fyrir. HÓLAR 27. juní - 3. júlí 2016 Gjafabréfin á Landsmót eru tilvalin í jólapakka hestamannsins. Þau færðu inná www.tix.is Vikupassinn er á kr. 11.900. Forsölu lýkur 31.12.2015. Fáðu besta verðið á Landsmót 2016 inná www.tix.is www.landsmot.is Gleðil eg jól og farsæ lt kom andi á r! Til: mömmu og pabba Frá: krökkunum LANDSMÓT HESTAMANNA

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.