Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Te er annar vinsælasti drykkur í heiminum á eftir vatni. Fjöldi plantna er notaður til að búa til te eins og minta og blóðberg. Að þessu sinni skal athyglinni beint að terunnanum Camellia sinensis og ræktun á honum. Heildarframleiðsla á te af terunnum árið 2014 var rúm 5 milljón tonn. Talið er að ríflega milljón bollar af tei séu drukknir í heiminum á hverri mínútu allan sólarhringinn, allan ársins hring. Framleiðslan í Kína var tæp tvö milljón tonn eða um 40% heimsframleiðslunnar og Kína það land sem ræktar mest af tei í heiminum. Indland er í öðru sæti og framleiddi tæplega 1,2 milljónir tonna, Kenía er í þriðja sæti með 445 þúsund tonn, Sri Lanka er í fjórða sæti með tæplega 340 þúsund tonn og Tyrkland í því fimmta og framleiddi 175 þúsund tonn árið 2014. Löndin í sjötta til tíunda sæti eru Indónesía, Víetnam, Japan, Íran og Argentína sem framleiddu frá 157 og niður í 70 þúsund tonn. Tyrkir drekka mest af tei Kenía er það land í heiminum sem flutti út mest af tei árið 2014, eða rétt tæp 423 þúsund tonn, Sri Lanka er næstöflugasti útflytjandinn, 318 þúsund tonn. Útflutningstekjur þessara landa byggja að stórum hluta á tei. Kína er í þriðja sæti með rúm 301 þúsund tonn, Indland í fjórða sæti, 208 þúsund og í fimmta sæti er Indónesía sem flutti út 68 þúsund tonn af tei árið 2014. Neysla á mann af tei í heiminum ári 2014 var mest í Tyrklandi um 7,5 kíló, næstmest er hún í Marokkó, 4,3 kíló, síðan á Írlandi 3,2 kíló. Íbúar á eyjunni Máritíus eru þokkalegir tesvelgir og neyta um 3,2 kíló og slá Bretum við sem miðað við höfðatölu eru í fimmta sæti þegar kemur að teneyslu, 2,7 kíló á mann. Þrátt fyrir að Kínverjar framleiði allra þjóða mest af tei og stærstur hluti þess neyttur innanlands eru þeir í 33. sæti þegar kemur að neyslu miðað við höfðatölu og neyta þeir um 82 gramma á mann. Samkvæmt sama lista er meðalneysla Íslendinga 19 grömm af tei á ári og þjóð í 92. sæti þegar kemur að tedrykkju og á milli Moldavíu og Namibíu hvað varðar magn. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt til landsins 97,2 tonn af tei árið 2014. Í tölum Hagstofunnar er ekki gerður greinarmunur á mismunandi tei og því ólíklegt að eingöngu sé um að ræða þurrkað lauf terunnans. Grasafræði og ræktun Teplantan, Camellia sinensis, er sígrænt turnlaga tré eða þéttvaxin og runni með dökkbrúnan eða gráleitan börk. Getur náð 17 metra hæð en í ræktun er plöntunni haldið í rúmlega eins metra hæð með klippingu. Te er með eftir aðstæðum stólparót eða öfluga trefjarót sem leitar allt að þrjá metra niður í jarðveginn. Laufið leðurkennt og stakstætt, ljósgræn og smáhærð á neðraborði. Lensu- eða egglaga og smátennt. Milli 4 og 15 sentímetrar á lengd og 2 til 5 á breidd eftir yrkju. Blómstra við blaðöxl. Blómin tvíkynja, ilmandi, hvít og gul með 7 eða 8 krónublöðum, 2 til 4 sentímetrar í þvermál. Hvert blóm ber allt að 200 frævla en eina frævu. Sérstæð eða tvö og fjögur saman í hnapp. Frjóvgast með vindi eða skordýrum. Það tekur plöntuna um átta ár að vaxa upp af fræi þar til hún blómstrar og myndar aldin. Aldinið, brúnt, með þunnri en harðri skurn og inni í því eitt til fjögur fræ. Fræ terunnans eru 0,8 til 1,6 sentímetri í ummál, svipuð Ora-baun að stærð. Þau eru fitu- og trefjarík og með hátt sykurinnihald. Dafnar best í kaldtempraða- og hitabeltinu þar sem meðalúrkoma er ríflega 1000 millimetrar á ári. Við þannig aðstæður getur plantan vaxið upp í 3.000 metra hæð. Mest framleiðsla á te er milli 40° norðlægrar og 33° suðlægrar breiddar. Sum yrki þola allt að mínus 5° áður en þær drepast. Talsvert af pöddum, sveppum, bakteríum og vírusum sækja á terunna og í stórræktun er blanda af varnarefnum notuð til að halda þeim óværum niðri. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Aðstæður fólksins eru víða mjög slæmar, launin undir lögbundnum lágmarkslaunum og svo lág að í mörgum tilfellum nægja þau ekki fyrir nauðþurftum. Mynd / VH Terunninn dafnar best í kaldtempraða- og hitabeltinu þar sem meðalúrkoma Mynd / VH Ekki er vitað fyrir víst hvaðan terunninn er upprunninn og plantan þekkist ekki villt í náttúrunni og því um ræktunartegund að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.