Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Bækur, tónlist & kvikmyndir Þann 12.-24. október sl. fór fram aðildarríkjaþing samn- ings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmynd- un eða „eyðimerkursamninginn“ (UN-CCD) í Ankara í Tyrklandi. Fyrir Íslands hönd sóttu fund- inn undirritaður, sem er tengiliður Íslands við samninginn, Benedikt Höskuldsson, deildarstjóri auð- linda- og umhverfismála í utan- ríkisráðuneytinu, auk þess sem Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra mætti til þingsins og tók þátt í hringborðsumræðum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, skóla- stjóri Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sat þing- ið að hluta sem fulltrúi skólans. Eyðimerkursamningur Sþ er einn þeirra þriggja mikilvægu samninga Sameinuðu þjóðanna er taka á umhverfismálum heimsins og urðu til í kjölfar Rio-fundarins um sjálf- bæra þróun árið 1992. Hinir eru rammasamningurinn um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreyting- um eða loftslagssamningurinn (UN-FCCC) og samningurinn um líffræðilega fjölbreytni (UN-CBD). Á þinginu var m.a. rætt um tengsl samningsins við nýsam- þykkt heimsmarkmið um sjálfbæra þróun en eitt heimsmarkmiðanna er tileinkað verndun, endurheimt og sjálfbærri nýtingu lands og stöðvun landeyðingar, markmið 15. Markmiðið kveður t.a.m. á um að fyrir árið 2030 eigi að græða upp að minnsta kosti jafn mikið land og eyðist á hverju ári, e.k. land- hnignunarhlutleysi. Þetta er metn- aðarfullt markmið því árið 2030 er handan við hornið og gríðarleg vandamál tengd landhnignun á heimsvísu, árlega eyðast um 12 milljón hektarar lands. Samþykkt var á þinginu að hver og ein þjóð geti, að eigin frumkvæði, sett sér markmið um landhnignunarhlut- leysi innan eigin ríkis. Markmiðið hefur því ekki alþjóðlegar skuld- bindingar í för með sér. Á þinginu var fjallað um tengsl stóru samninganna þriggja og hvernig megi tengja áherslumál þeirra, landeyðingu, loftslags- mál og líffræðilega fjölbreytni, betur saman. Þetta þekkjum við Íslendingar vel því við höfum um langa hríð unnið að því að auka og efla líffræðilega fjölbreytni með uppgræðslu örfoka lands og með auknum gróðri aukið bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Þar er því ágætis dæmi um hvernig mark- mið þessara þriggja samninga geta unnið saman. Fátt stuðlar að meiri losun kolefnis út í andrúmsloft- ið en landhnignun og að sama skapi hefur landhnignun veru- lega neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Eins hafa loftslags- breytingar nú þegar aukið hnign- un lands og eyðimerkurmyndun. Landnýting er því hluti af vanda- málinu og lausninni. Alþjóðlegur samningur eins og eyðimerkursamningur Sþ er þannig í eðli sínu að breytingar eru yfirleitt fremur hægar þar sem aðilarþjóðir hafa æði mikið um það að segja hvernig samn- ingurinn er útfærður. Þetta gerir það að verkum að sumir eru fullir óþreyju að málum vindi fram, aðrir leggja áherslu á að standa vörð um fullveldi sitt og ákvörðunarvald til að nýta auðlindir sínar. Það eru þekkt stef í alþjóðasamningum. Það er hins vegar svo að frá stofnun samningsins hefur margt breyst og mátti heyra á fulltrúum þjóða að æ fleiri geri sér grein fyrir áskorunum og afleiðingum landhnignunar og láti að sér kveða. Þetta á ekki síst við félagasamtök hvers konar, samfélög lítil og stór og nú hafa einkaaðilar margir hverjir séð tækifæri í að endur- heimta land. Vissulega sumir með annarlegar hvatir að baki s.s. að ná yfirráðum yfir landi (e: land grabbing) en aðrir með heilbrigðari viðskiptahætti að leiðarljósi. Í þessu geta falist mikil tækifæri. Eins eru margir þeirrar skoðunar að samþykkt heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og möguleg áhrif nýs samnings um loftslags- mál muni hreyfa við málum er snerta land. En hvað er þá að gerast? Í öllum heimsálfum eru fjölmörg verkefni í gangi sem snúa að endurheimt landgæða. Nálgun að þeim má að mestu skipta í þrennt: a) endurheimt með e.k. ræktun í huga t.d. akuryrkju, b) endur- heimt með blandaðan tilgang t.d. beit og ræktun oftast með trjá- eða skógrækt í bland, c) endurheimt náttúrlegra vistkerfa. Eins færist í vöxt að endurheimtarverkefni séu skipulögð m.t.t. landslags og/eða vatnasviða og þá oft með fjölþætta þjónustu vistkerfa (e: ecosystem services) sem markmið. Meðal markmiða eru t.d. aukið þanþol vistkerfa og samfélaga gagnvart umhverfisbreytingum. Þetta má telja afar mikilvæg markmið í ljósi t.d. loftslagsbreytinga. Það er hins vegar ekki nóg að endur- heimta land því nýting þarf að vera sjálfbær, hver sem hún er, og það meginsjónarmið er rauður þráður í gegnum allt sem fjallað er um varðandi eyðimerkursamninginn. Það segir sig sennilega sjálft. Algengt stef á stórum fundi eins og aðildarríkjaþingi alþjóða- samnings er að stefnur stjórnvalda ríkis gangi oft í berhögg hver við aðra. Stefna um landbúnað eða jarðefna- og orkuvinnslu stangast á við stefnu um sjálfbæra auðlinda- nýtingu og stofnanir vinna hver í sínu „sílói“ eins og það er kallað. Þetta er því alþjóðlegt viðfangsefni og áskorunin er að samþætta, nú eða sameina, stefnur og stofnanir. Mikil áhersla er á það innan eyðimerkursamningsins að endur- heimtarverkefni séu unnin af og að frumkvæði þeirra sem hafa umsjón með landinu, hvort sem sú umsjón er í formi eignarhalds eða óform- legri réttinda. Það var gaman að heyra hversu mörg verkefni byggja á þessari þátttökunálgun og fela jafnframt í sér nýsköpun, nýjar leiðir í landnotkun, sem tryggja þeim sem landið nýta betri afkomu. Staða Íslands Ísland fellur ekki innan þess svæðis sem skilgreint er sem viðfangsefni samningsins en það eru þurrustu svæði jarðar. Við berum því litl- ar skyldur gagnvart honum. Hins vegar er ljóst að reynsla okkar af mikilli jarðvegseyðingu og auðna- myndun er að mörgu leyti einstök meðal landa utan eyðimerkur- svæða og vekur því ætíð athygli þegar henni er lýst í orði og ekki síst myndum. Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfar hér á landi á einmitt rætur sínar að rekja til öflugs starfs hér á landi við varnir gegn gróður- og jarðvegseyðingu og endurheimt landgæða og er skólinn vettvangur fræðslu og skoðanaskipta – þvert á þjóðir og heimsálfur. Skólinn vekur hvarvetna eftirtekt og fær góðan vitnisburð frá þeim sem hann hafa sótt og síðan haldið aftur heim til starfa á þessum vettvangi. Það má fullyrða að við getum lært ýmislegt af þeim þjóðum sem mest hafa lagt á sig síðustu ár í að þróa skipulagningu og aðferðir við endurheimt. Hér á landi skortir t.d. heildar stefnumörkun varðandi endurheimt landgæða. Í gildi eru lög um landgræðslu frá 1965 og um skógrækt frá 1955 sem bæði þarfnast endurnýjunar og stendur sú vinna nú yfir í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Engin lands- áætlun um endurheimt landgæða er í gildi eða hefur stoð í lögum. Hins vegar má sjá nýja nálgun við endur- heimt vistkerfa í Hekluskógum þar sem tekið er fyrir stórt landsvæði með markmið um endurheimt birki- skóga og aukið þol gegn náttúruvá (eldgosum og veðrum) og margvís- lega aðra vistkerfaþjónustu. Slíkt verkefni kemur öllu samfélaginu til góða, til framtíðar, og ætti að skoða þessa nálgun víðar á landinu. Íslendingar geta því lagst á árar með öðrum þjóðum, uppfyllt mark- mið um landhnignunarhlutleysi og sett sér síðan enn metnaðarfyllri markmið, vinna áætlun um hvern- ig markmiðum skuli náð og virkja þjóðina til að vinna að þeim mark- miðum. Björn Helgi Barkarson, sérfræðingur á skrifstofu landgæða, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu Stór umhverfismál sett í samhengi: Hugleiðingar eftir aðildarríkjafund eyðimerkur- samnings Sameinuðu þjóðanna Heimildarþættirnir Inndjúpið fjalla um þann litla hóp fólks sem enn stundar hefðbundinn búskap við innanvert Ísafjarðardjúp. Þeir voru sýndir á RÚV vorið 2014, fengu afar góðar viðtökur og voru tilnefndir til Edduverðlauna 2015 - enda greinilegt að taugar Íslendinga til bændasamfélagins eru enn ákaflega sterkar. Við Djúp hefur verið blómleg byggð frá landnámi, en íbúum hefur fækkað hratt undanfarna áratugi. Þegar þættirnir voru teknir upp bjuggu þar rétt rúmlega tuttugu manns að vetri, þar af þrjú börn á grunn- skólaaldri sem var ekið í skóla 80 kílómetra leið alla daga. ,,Ég held nú að við séum síðustu móhíkanarnir,“ segir Sigmundur, bóndi á Látrum, í viðtali í einum þættinum, en hann og fjöl- skylda hans eru nú flutt suður í Kolbeinsstaðahrepp með síðasta kúabúið í Inndjúpinu. Fleiri hafa brugðið búi eða kvatt þessa jarðvist, svo heimildagildi þáttanna er ómetanlegt. Frænkurnar Þóra Arnórsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir önnuðust dagskrár- gerð, en íbúar sýndu þeim fádæma trúnaðartraust þar sem bændum var fylgt sumar jafnt sem vetur, í bústörf- um og félagslífi og áhorfandinn fékk i n n s ý n í það hversu mikil forréttindi það eru að fá að yrkja jörðina þar sem maður er borinn og barnfæddur. Náttúrufegurðin við Djúp fær líka að njóta sín, en þar liggja ef til vill framtíðarmöguleikar landsvæðisins. Ferðaþjónustu hefur vaxið þar fiskur um hrygg eins og víða annars staðar. Nú verða þættirnir loks gerðir aðgengilegir, en þeir koma út á dvd þann 3. desember. Þeir eru bæði með ensk- um og íslenskum texta, svo Aðalsteinn á Strandseljum, Finnbogi í Hörgshlíð, Ragna á Laugabóli, Maja í Ögri, Salvar í Vigur og allir hinir fróðu og skemmtilegu Djúpmennirnir stefna ótrauð- ir á útrás og heimsfrægð. Inndjúpið loks fáanlegt á dvd Dagskrárgerðarmennirnir og frænkurnar Ásdís Ólafsdóttir og Þóra Arnórsdóttir ásamt Salvari Baldurssyni, bónda í Vigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.