Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Fréttir Bæjarráð Seyðisfjarðar hvetur stjórnendur Landsbankans að huga að leiðum til að efla starfsemi bankans í sveitarfélaginu. Kynntar hafa verið breytingar á starfsemi og þjónustu Landsbankans í bænum og þykir bæjarráði miður að stjórnendur hans áformi að draga úr starfsemi bankans á Seyðisfirði. Störfum fækkar „Með ákvörðuninni missir starfsfólk vinnuna og störfum á Seyðisfirði, þ.e. störfum á vegum ríkisins, fækk- ar. Það er ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda sem fara með eignarhald bankans,“ segir í bókun sem gerð var á fundi bæjarráðs fyrir skömmu. Vitnað er í lýsingu á starfsemi úti- búa Landsbankans á heimasíðu hans í bókun bæjarráðs, en þar segir að öll útibú bankans veiti hefðbundna fjármálaþjónustu og ráðgjöf til einstaklinga, sem og til rekstraraðila í viðskiptum við bankann. Væntir bæjarráð þess að sú þjónusta verði óbreytt á Seyðisfirði. Bankinn segir kröfur um hagkvæmni miklar Í kynningu bankans er rakið að miklar breytingar hafi orðið á rekstrarum- hverfi banka á undanförnum árum. Að yfir 80% allra bankaviðskipta séu nú orðin rafræn og hlutfallið fari hækkandi. Þörf fyrir hefðbundin útibú og afgreiðslur hafi því minnkað. Þá séu gerðar ríkar kröfur um aukna hag- kvæmni í rekstri Landsbankans og að breytingarnar á Seyðisfirði séu liður í að bregðast við þessu. Með vísan til samfélagslegrar ábyrgðar bankans, nýlegra afkomutalna, sterkrar stöðu og eignarhalds bankans, hvetur bæjarráð stjórnendur Landsbankans til að huga að leiðum til eflingar starfseminnar á Seyðisfirði. /MÞÞ Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldin í Kiðagili í Bárðardal nýlega. Boðið var upp á mikil og góð skemmtiatriði eins og t.d. sveitasvar- ið sívinsæla og „kúadóma“ sem fóru fram í bundnu máli hagyrðinga úr héraði. Hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið Viðurkenningin Þingeyski bóndinn var afhent á Bændagleðinni í þriðja sinn og urðu hjónin Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson fyrir valinu að þessu sinni, en þau reka fyrirmyndarbúskap að Halldórsstöðum 2 í Bárðardal. Einkunnarorð viðurkenningarinnar Þingeyski bóndinn eru hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverf- ið. Þau fengu viðurkenningarskjal og málverk eftir Lilju Björk Þuríðardóttur sem málað er á meira en 100 ára gamla veggþilju úr húsinu á Stóruvöllum í Bárðardal. Styrktaraðilar Bændagleðinnar voru Norðlenska, MS, N1 og Bústólpi sem buðu m.a. upp á góm- sætan veislumat framreiddan af starfsfólki Kiðagils sem rann ljúf- lega ofan í gesti sem voru fjölmargir. Að lokinni skemmtidagskrá upp úr miðnætti var slegið upp dansleik og dansað fram eftir nóttu. /MÞÞ Eggert Kristjánsson hf. sektað vegna villandi umbúðamerkinga á frosnu grænmeti: Íslenskt meðlæti skorti upprunamerkingar Það er alveg óhætt að segja að hangikjötssalan er þegar farin vel af stað og við eigum von á mikilli sölu á hangikjöti nú fyrir jólin,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. Þar á bæ eru menn í óða önn að undirbúa kjötsölu fyrir jól og áramót. Flestir vilja úrbeinað Kjarnafæði framleiðir og selur þrjár tegundir hangikjöts, Kofareykta-, Taðreykta- og Vopnafjarðar- hangikjötið. Ólafur segir sölu undan farinna ára hafa verið góða og að nokkurn veginn skiptist til helm- inga úrbeinuð læri og frampartur. Hangilæri með beini á undir högg að sækja, æ fleiri kjósa hin síðari ár að hafa sitt hangikjöt úrbeinað. „Við bjóðum þó að sjálfsögðu upp á það með beini enda er það alltaf góður hópur sem vill sjóða beinið með til að kalla fram aðeins öðruvísi og að þeirra mati betra bragð,“ segir hann. Húskarlahangikjötið verður vin- sælla með hverju árinu sem líður, tvíreykt hangikjöt sem hægt er að skera niður og borða beint af bein- inu. „Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri forstofur eða bílskúrar hér á landi þar sem hægt er að finna hálfétið húskarlalæri. Kosturinn er sá að ekki þarf að geyma það í kæli eftir að byrjað er á því og það verður bara betra eftir því sem það þornar meira.“ Sala fer vel af stað Ólafur segir að fjölskyldur og vinahópar haldi gjarnan litlu jól og þá sé hangikjötið stór partur af veislunni. Mötuneyti eru fjölmörg og veitingastaðir taka á móti fyr- irtækjum í mat, nokkrar vikur séu síðan farið var að afgreiða hangi- kjöt til þeirra. Algengt er að fólk taki hangikjöt með á leið í heim- sókn til ættingja og vina í útlöndum. Hann bendir á að hægt sé að grípa með sér hangikjöt og húskarlalæri í Leifsstöð þannig að fólk þarf ekki að burðast með kjötmetið í farangri sínum í gegnum tollinn. Einnig megi þar nálgast óreykt og ferskt lambakjöt. „Þannig að salan er farin af stað fyrir þó nokkru en svo fer þunginn vaxandi eftir því sem líður á des- ember,“ segir hann. Ekki sjóða of lengi Kjötiðnaðarmeistarar Kjarna fæðis hafa því haft hugann við þessi þjóð- legu matvæli um skeið. Ólafur segir þá passa vel upp á að allir fái það sem fyrirtækið stendur fyrir, sem sé gæði þegar kemur að reyk- og saltbragði og að sjálfsögðu að kjöt- inu sjálfu. Ólafur mælir með því að fólk hafi í huga við matreiðsluna að sjóða kjötið ekki of lengi og hafa lágan hita, þannig haldist kjötsafinn frekar í kjötinu. Best er að leyfa kjötinu að kólna í soðinu. /MÞÞ Húskarlahangikjötið vinsælla með hverju ári sem líður Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga: Hjónin á Halldórsstöðum 2 hlutu viðurkenningu Í ákvörðun Neytendastofu frá 13. nóvember síðastliðnum er Eggerti Kristjánssyni hf. gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð hálfri milljón króna, vegna ófullnægj- andi upplýsinga um uppruna grænmetisins sem merkt er með vörumerkinu Íslensk Matvæli hf. Í ákvörðuninni kemur fram að Neytendastofu hafi borist ábending vegna merkinga og útlits umbúða Íslensks meðlætis, sem inniheldur frosið grænmeti, sem gæfi tilefni til að ætla að um íslenska ræktun væri að ræða. Árið 2009 komst stofnun að þeirri niðurstöðu að sama fyrirtæki hefði með sambærilegum hætti gerst brot- legt gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetn- ingu og í kjölfar var notkun umbúð- anna bönnuð. Í ákvörðuninni kemur fram að í kjölfar þeirrar ákvörðun- ar hafi upplýsingar á umbúðum vörunnar verið bættar og því ekki talin ástæða til að grípa til frekari aðgerða þó enn væri notast við sama útlit og merkingar á umbúðun- um. Af ábendingu þeirri sem Neytendastofu hafi nú borist virðast hinar viðbættu upplýs- ingar hafa verið fjarlægðar. Gáleysi og þekkingarleysi frekar en ásetningur Í skýringum fyrir- tækisins á breyting- um á umbúðunum kemur fram að fyr- irtækið hafi verið selt í millitíðinni. „Nýjum stjórnendum hafi aldrei verið kunnugt um fyrri ákvörðun Neytendastofu og hafi verið í góðri trú um að allt væri með felldu þegar haldið hafi verið áfram með pökkun á grænmeti í umbúðir Íslensks meðlætis á árinu 2014 og 2015. […] Skýringin á því að prentun upp- runalands hafi dottið út sé fyrst og fremst af gáleysi og þekk- ingarleysi frekar en af ásetningi. Hana megi rekja til þess að skipt hafi verið um búnað við pökkun og þess ekki gætt að prentun þessara upplýsinga fylgdi með við prentun lotunúm- ers og best fyrir dagsetninga, en til þess sé notaður sérstakur sprautu- prentari sem sé á f a s t u r pökkunarvélinni. Félagið muni gera ráðstafanir til að bæta úr þessu í næstu pökkunarlotu sé þess kostur og sjá til þess að upp- lýsingar um uppruna innihalds verði öllum ljósar.“ /smh Sveinn Ingi Kjartansson, kjötiðnaðarmaður hjá Kjarnafæði, kannar ástandið á Húskarlahangilærunum en þau eru tvíreykt og njóta vaxandi vinsælda með hverju árinu sem líður. Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal. Landsbankinn dregur úr þjónustu á Seyðisfirði: Bæjarráð vill að starf- semin verði efld Íslenskar mjólkurafurðir gera það gott í Danmörku: Skyr frá MS sigrar þriðja árið í röð Íslenskt skyr var einstaklega sig- ursælt þegar það vann til fjölda verðlauna í sérstökum skyrflokki á mjólkursýningunni í Herning í Danmörku fyrir skömmu. Íslenskt skyr vekur athygli danskra fjölmiðla en þetta er þriðja árið í röð sem keppt er í sérstökum skyrflokki og hefur íslenskt skyr frá MS sigrað í flokknum frá upphafi. Íslenska skyrið var sérstaklega sigursælt og atti það m.a. kappi við skyr frá Arla. Skyr.is og KEA skyr unnu til 12 verðlauna í flokknum sem er stærsti einstaki flokkurinn á sýningunni. Þetta er þriðja árið í röð sem íslenskt skyr sigrar flokkinn en Skyr.is með ferskjum og hind- berjum sigraði flokkinn og hlaut einkunnina 14,2 af 15 mögulegum. Árangur íslenska skyrsins hefur vakið athygli í Danmörku og hefur verið talsvert fjallað um það, m.a. á sjónvarpsstöðinni TV2 þar sem yfirskriftin var „Ísland er enn meist- arinn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.